Mikið magn af pissi í sundlaugum

Rannsakað hefur verið piss í sundlaugum.
Rannsakað hefur verið piss í sundlaugum. Rax / Ragnar Axelsson

Ný kanadísk rannsókn hefur reiknað út hversu mikið af pissi er í sundlaugum. Rannsakendur fylgdust með og mældu tvær sundlaugar í þrjár vikur og niðurstaðan var meira piss en nokkur vill synda í.

Sundlaugarnar í rannsókninni  voru 415.000 lítrar og 830.000 lítrar að stærð. Í niðurstöðunni kom fram að í minni lauginni voru 30 lítrar af pissi en í þeirra stærri voru 75 lítrar.  

Huffington Post greinir frá að þó svo að Live Science segi að ekki sé nein góð leið til þess að mæla piss í vatni þá segi Lindsay Blackstock aðal rannsakandi rannsóknarinnar að mælingarnar séu eftirtektaverðar og að fólk þurfi að muna eftir því að fara á klósettið fyrir sundferðir.

Vert er að taka fram að þessar mælingar eiga ekki við á Íslandi og við getum óhikað haldið áfram að fara í sund.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir