Peter Dinklage faðir í annað sinn

Peter Dinklage og eiginkona hans eiga von á barni.
Peter Dinklage og eiginkona hans eiga von á barni. Skjáskot / Daily Mail

Leikarinn Peter Dinklage, sem líklega er þekktastur fyrir að fara með hlutverk Tyrion Lannister í þáttunum Game of Thrones, og eiginkona hans Erica Schmidt eiga von á barni.

Schmidt, sem er leikskáld og leikstjóri, sýndi blómlegan kviðinn á frumsýningu nýjasta verks síns All the Fine Boys í gær og mætti eiginmaðurinn að sjálfsögðu á rauða dregilinn til að styðja við bakið á spúsu sinni.

Skötuhjúin hafa verið gift í tæp 12 ár og eiga fyrir eina dóttur eins og fram kemur í frétt Daily Mail.  

Leikskáldið er augljóslega í skýjunum yfir litla erfingjanum.
Leikskáldið er augljóslega í skýjunum yfir litla erfingjanum. Skjáskot / Daily Mail
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar