Frosti: „Förum djúpt í þetta á mánudag“

Frosti Logason, þáttastjórnandi Harmageddon.
Frosti Logason, þáttastjórnandi Harmageddon. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

„Við munum klárlega ræða þetta í þættinum á mánudaginn, þá munum við fara yfir þetta,“ segir útvarpsmaðurinn Frosti Logason í samtali við mbl.is. Frosti hefur í dag verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sem hann lét falla um konur í tónlistarbransanum í umræðu um íslensku tónlistarverðlaunin.

Hann kveðst ekki hafa haft tíma í dag til að hugsa málin og er því ekki reiðubúinn að segja til um hvort hann ætli að biðjast afsökunar líkt og farið hefur verið fram á.

Ummælin umdeildu lét Frosti falla í útvarpsþættinum Harmageddon á útvarpsstöðinni X977 í gærmorgun en hann stýrir þættinum ásamt Mána Péturssyni. Það var söngkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir sem vakti athygli á ummælum Frosta á Facebook-síðu sinni í morgun en þau beindust meðal annars að henni sjálfri og lagi hennar, "I'll walk with you,“ sem hlaut tónlistarverðlaunin sem lag ársins 2016.

Hefur Hildur farið fram á að Frosti biðjist afsökunar á ummælunum.

Á föstudagsmorgni ákveður Frosti Logason í Harmageddon á X977 að gjörsamlega undirstrika mikilvægi þess sem ég sagði í ræðunni [á Íslensku tónlistarverðlaununum] með því að láta frá sér ótrúlega niðrandi orðræðu þar sem að hann segir að dómnefnd hafi í PC-væðingu sinni gefið mér þessi verðlaun í meðaumkun fyrir að vera kona, að ég eigi þetta ekki skilið út frá spilunartölum, rakkar niður laga- og textasmíðina og segir svo að eina góða sé pródúseringin og að ég hafi örugglega fengið strák til að hjálpa mér við hana,“ skrifar Hildur í færslunni en hana má sjá í heild sinni hér að neðan.

Málið tekið fyrir í þættinum á mánudag

„Ég hef ekki haft tíma til að hugsa þetta nógu mikið í dag,“ segir Frosti, spurður hvort hann ætli að biðjast afsökunar líkt og farið hefur verið fram á. „Við förum djúpt í þetta á mánudag,“ bætir hann við. Frosti kvaðst vera vant við látinn þegar mbl.is náði af honum tali og gat hann því ekki veitt frekara viðtal.

Margir hafa gagnrýnt ummæli Frosta á samfélagsmiðlum í dag og hefur Kítón, félag kvenna í tónlist, meðal annars sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þá hafa tónlistarmennirnir Logi Pedro og Páll Óskar Hjálmtýsson meðal annarra lýst yfir stuðningi sínum við Hildi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup