Adele búin að gifta sig

Adele fékk fjölda verðlauna á Grammy-hátíðinni.
Adele fékk fjölda verðlauna á Grammy-hátíðinni. AFP

Breska söngkonan Adele og Simon Konecki eru búin að gifta sig. Adele tilkynnti áhorfendum á tónleikum í Brisbane í Ástralíu þetta í gær. Vikum saman hafa verið sögusagnir á kreiki um ráðhaginn en þær hafa nú loks verið staðfestar. 

Adele sagði aðdáendum sínum í Ástralíu frá manninum, fyrrverandi kærasta sínum, sem hún samdi lag sitt Someone Like You um. Sagðist hún vera að reyna að muna hvernig henni leið í upphafi þess sambands og þá tilfinningu sem fylgdi því þegar maður kolfellur fyrir einhverjum. Sagði hún þá tilfinningu þá besta sem fyrirfinnist, „og ég er háð þeirri tilfinningu. Því hversu slæm sem sambandsslit geta verið og hversu bitur og hræðileg þau geta verið, þá er þessi tilfinning sem þú færð þegar þú fellur fyrir einhverjum sú besta í heimi, og ég er háð henni“.

Sagðist hún þó ekki getað upplifað hana aftur, „því núna er ég gift“.

Adele og Konecki hafa verið saman frá því árið 2011. 

Sögusagnirnar um hjónabandið fengu byr undir báða vængi á Grammy-verðlaunahátíðinni í síðustu viku en þá þakkaði hún „eiginmanni“ sínum er hún tók við verðlaunum.

Parið hefur þó þar til núna neitað að staðfesta að þau séu gift.

Frétt Sky um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup