Fríða bönnuð innan 16 ára í Rússlandi

Yfirvöld í Rússlandi hafa bannað Disney-kvikmyndina Beauty and the Beast innan 16 ára vegna „samkynhneigðs augnabliks“ í myndinni. Íhaldssamir þingmenn höfðu áður reynt að fá myndina bannaða og sögðu hana jafngilda samkynhneigðum áróðri sem miðað væri að börnum.

Áður en fjaðrafokið kom til vegna hins „samkynhneigða“ atriðis var auglýst að kvikmyndin yrði bönnuð innan 6 ára í Rússlandi.

Josh Gad og Luke Evans sem LeFou og Gaston.
Josh Gad og Luke Evans sem LeFou og Gaston.

Þingmaðurinn Vitaly Milonov, sem hafði kallað þessa leiknu útgáfu Fríðu og dýrsins „skammarlausan áróður syndar og pervertískra kynferðislegra sambanda“ í bréfi til menningarmálaráðherra Rússlands, hefur fagnað fyrrnefndum málalokum.

Í myndinni laðast einkaþjónninn LeFou að manninum sem hann þjónar, kyntröllinu Gaston. Bill Condon, leikstjóri myndarinnar, sagði í samtali við ScreenCrush: „LeFou er einhver sem langar að vera Gaston annan daginn en langar að kyssa hann hinn.“

Disney hyggst ekki tjá sig um ákvörðun rússneskra yfirvalda.

Sky News sagði frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar