Fríða bönnuð innan 16 ára í Rússlandi

Yf­ir­völd í Rússlandi hafa bannað Disney-kvik­mynd­ina Beauty and the Be­ast inn­an 16 ára vegna „sam­kyn­hneigðs augna­bliks“ í mynd­inni. Íhalds­sam­ir þing­menn höfðu áður reynt að fá mynd­ina bannaða og sögðu hana jafn­gilda sam­kyn­hneigðum áróðri sem miðað væri að börn­um.

Áður en fjaðrafokið kom til vegna hins „sam­kyn­hneigða“ atriðis var aug­lýst að kvik­mynd­in yrði bönnuð inn­an 6 ára í Rússlandi.

Josh Gad og Luke Evans sem LeFou og Gaston.
Josh Gad og Luke Evans sem LeFou og Gast­on.

Þingmaður­inn Vita­ly Milonov, sem hafði kallað þessa leiknu út­gáfu Fríðu og dýrs­ins „skamm­ar­laus­an áróður synd­ar og per­ver­tískra kyn­ferðis­legra sam­banda“ í bréfi til menn­ing­ar­málaráðherra Rúss­lands, hef­ur fagnað fyrr­nefnd­um mála­lok­um.

Í mynd­inni laðast einkaþjónn­inn LeFou að mann­in­um sem hann þjón­ar, kyntröll­inu Gast­on. Bill Condon, leik­stjóri mynd­ar­inn­ar, sagði í sam­tali við ScreenCrush: „LeFou er ein­hver sem lang­ar að vera Gast­on ann­an dag­inn en lang­ar að kyssa hann hinn.“

Disney hyggst ekki tjá sig um ákvörðun rúss­neskra yf­ir­valda.

Sky News sagði frá.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þeir eru margir sem vilja veðja á sköpunarkraft þinn og líða þér eitt og annað þess vegna. Líttu í eigin barm; ekki skamma aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þeir eru margir sem vilja veðja á sköpunarkraft þinn og líða þér eitt og annað þess vegna. Líttu í eigin barm; ekki skamma aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son