Þjófur skildi eftir skilaboð og peninga

mbl.is/Thinkstockphotos

Þjófur í Bandaríkjunum skildi eftir bæði skilaboð og fimm dollara þegar hann stal óróa frá Chrissy Marie í Washington. Nú hefur Marie auglýst eftir þjófnum og vill tala við hann, hún vill ekki refsa honum.

Á miðanum sem þjófurinn skildi eftir stóð: „Mér þykir það leitt að hafa stolið óróanum. Mamma okkar dó og hún elskaði fiðrildi þannig að systir mín tók óróan og setti hann í gluggann okkar. Því miður er þetta eini peningurinn sem ég á, ekki vera reið við okkur – Jake.“

Marie vill endilega finna strákinn og gefa honum gjöf og peninginn til baka. Marie segist skilja krakkana en hún missti einnig mömmu sína þegar hún var lítil stelpa.

Þjófurinn skildi eftir pening.
Þjófurinn skildi eftir pening. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir