Gagnrýnd fyrir söng á Krímskaga

Samoilova hefur verið gagnrýnd fyrir söng sinn á Krímskaga.
Samoilova hefur verið gagnrýnd fyrir söng sinn á Krímskaga. Ljósmynd/Skjáskot af Youtube

Yulia Samoilova, sem keppir fyrir hönd Rússlands í Eurovision-keppninni í Úkraínu, hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa sungið á Krímskaganum.

Samband Rússlands og Úkraínu hefur verið stirt eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga í mars árið 2014.

Í samtali við AFP-fréttastofuna staðfesti Samoilova að hún hafi árið 2015 tekið þátt í hátíðartónleikum á Krímskaga til stuðnings íþróttaiðkun.

Þetta gæti orðið til þess að hún taki ekki þátt í Eurovision í Kænugarði vegna þess að Úkraínumenn hafa sett rússneska poppsöngvara á svartan lista fyrir að hafa komið fram á Krímskaga.

„Ég veit það ekki. Ég held að þetta sé ekkert vandamál,“ sagði Samoilova. „Þetta verður að koma í ljós.“

Leyniþjónusta Úkraínu, SBU, ætlar að rannsaka málið og ákveða í framhaldinu hvort Samoilovu verði hleypt inn í Úkraínu. Þetta sagði Olena Gitlyanska, talsmaður SBU, á Facebook.

Stjórnmálafræðingurinn Taras Berezovets skrifaði á Facebook að bann við aðgangi hennar í landið væri „eina rétta og lögmæta ákvörðunin“.

Rússnesk ríkissjónvarpsstöð greindi frá þátttöku Rússlands í Eurovision-keppninni rétt áður en frestur til þess átti að renna út. Fram að því höfðu fjölmiðlar velt fyrir sér hvort Rússar myndu ekki taka þátt í keppninni af ótta við mótmæli gegn þjóðinni.

Samoilova hefur notast við hjólastól síðan í barnæsku. Fyrsti þátttakandinn í Eurovision sem var í hjólastól steig fram á sjónarsviðið árið 2015 fyrir hönd Póllands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir