Rússar taka þátt í Eurovision

Sigurvegari Eurovision-keppninnar í fyrra, hin úkraínska Jamala.
Sigurvegari Eurovision-keppninnar í fyrra, hin úkraínska Jamala. AFP

Julia Samoylova verður fulltrúi Rússlands í Eurovision-keppninni í Kænugarði í Úkraínu í vor. Margir höfðu áhyggjur af því að Rússar myndu sniðganga keppnina vegna deilna sinna við Úkraínu.

Rússneskur þingmaður lagði það einmitt til í fyrra.

„Julia er ólík öðrum söngvurum. Hún er heillandi ung kona og reyndur keppandi,“ sagði Yuri Aksyuta, formaður rússnesku Eurovision-nefndarinnar.

Julia, sem notast hjólastól, fæddist í Ukhta í Rússlandi árið 1989. Hún er söngvari og lagahöfundur. Hún hefur tekið þátt í ýmsum söngvakeppnum og komst árið 2013 í úrslit í X-Factor í heimalandinu. Hún flutti lagið Together við opnunarathöfn vetrarólympíuleikanna í Sochi árið 2014, að því er Eurovision.tv greindi frá.

Rússar lentu í þriðja sæti í Eurovision fyrra með laginu You´re The Only One í flutningi Sergey Lazarev.

Rússinn Sergey Lazarev.
Rússinn Sergey Lazarev. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir