„Frekar erfið ákvörðun“

„Já, þetta er mjög erfitt, að finna hvað maður vill gera í framtíðinni,“ segir Sigurður Róbert Gunnarsson sem er að velja sér framhaldsskóla. Nemendur sem klára grunnskóla í vor standa frammi fyrir því að velja sér nám við hæfi og í Laugardalshöllinni eru 25 framhaldsskólar að kynna hvað er í boði á sýningunni Verkiðn.

mbl.is var í Laugardalshöllinni í dag og ræddi við nokkra krakka sem voru að kynna sér hvað væri í boði eftir að grunnskólanum lýkur. Allir voru sammála um að úrvalið væri í það minnsta mikið.

Á sama tíma fer fram Íslandsmót í 25 iðngreinum þar sem hátt í 200 ungmenni munu keppa um Íslandsmeistartitilinn í sinni grein. Sigurvegarar eiga margir hverjir kost á að keppa síðan við þá bestu í sinni grein á Evrópumóti sem haldið verður í Búdapest 2018. Þetta er í fjórða skiptið sem mótið fer fram.

Á laugardaginn verður Fjölskyldudagur þar sem frítt verður inn og boðið verður upp á fræðslu og ýmsa viðburði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir