Úkraínsk yfirvöld hafa bannað rússnesku söngkonunni Juliu Samoilova að taka þátt í Eurovision í Kænugarði í maí vegna „ólöglegrar“ heimsóknar hennar til Krímskaga árið 2015.
Ákvörðunin var tilkynnt í dag. Samoilova, sem er 27 ára, kom fram á tónleikum á Krímskaga fyrir tveimur árum án þess að fara í gegnum hefðbundið vegabréfaeftirlit.
Stjórnvöld í Úkraínu hafa sett að minnsta kosti 140 rússneska listamenn á svartan lista eftir að átökin um Krímskaga hófust árið 2014.
Rússnesk stjórnvöld hafa tjáð sig um ákvörðun Úkraínu og kalla hana „svívirðilega“.
Í samtali við AFP fyrr í mánuðinum sagðist söngkonan ekki búast við því að henni yrði bannað að koma til Úkraínu.„Ég veit það ekki. Ég held að þetta sé ekkert vandamál,“ sagði Samoilova. „Þetta verður að koma í ljós.“