Engin Strympa í auglýsingum

Söng- og leikkonan Demi Lovato talar fyrir Strympu í kvikmyndinni.
Söng- og leikkonan Demi Lovato talar fyrir Strympu í kvikmyndinni. AFP

Teikni­mynda­per­són­an Strympa hef­ur verið þurrkuð út af aug­lýs­ingapla­köt­um í trú­ar­leg­um hverf­um í ísra­elsku borg­inni Bnei Brak fyr­ir nýj­ustu kvik­mynd­ina um Strump­ana.

Hjá bók­stafstrú­ar­fólki í hverf­un­um er karl­mönn­um bannað að horfa á mynd­ir af kon­um. Slík­ar mynd­ir eru reglu­leg­ar fjar­lægðar þannig að eng­ar kon­ur sjá­ist í dag­blöðum, vöru­list­um og aug­lýs­ing­um, að því er Variety greindi frá. 

Á meðan á for­seta­kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­um stóð birtu trú­ar­leg­ar, ísra­elsk­ar net­frétt­asíður sem fjölluðu um kosn­ing­arn­ar eng­ar mynd­ir af Hillary Cl­int­on.

Strumparnir, þar á meðal Strympa, kynna nýjustu myndina í Bandaríkjunum.
Strump­arn­ir, þar á meðal Strympa, kynna nýj­ustu mynd­ina í Banda­ríkj­un­um. AFP

Fyrr á þessu ári gagn­rýndu sum­ir Ísra­el­ar ákvörðun stjórn­enda IKEA í Ísra­el um að gefa út sér­staka út­gáfu af aug­lýs­inga­bæklingi sín­um þar sem ein­ung­is mátti sjá mynd­ir af körl­um og drengj­um.

Aug­lýs­ingapla­köt­um fyr­ir kvik­mynd­ir með kon­um hef­ur einnig verið breytt. Til dæm­is sást Jenni­fer Lawrence hvergi á pla­köt­um fyr­ir The Hun­ger Games: Mock­ingjay – Part 2 árið 2015, þrátt fyr­ir að vera í aðal­hlut­verki í mynd­inni.

Í til­felli Strympu þá er þetta í fyrsta sinn sem kven­kyns teikni­mynda­per­sóna fær ekki að birt­ast í aug­lýs­ing­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Gefðu leiðbeiningar, segðu hvað þú ert að hugsa, og ekki bara skrifa minnismiða, heldur láttu alla kvitta svo þú vitir að þeir hafi lesið hann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Gefðu leiðbeiningar, segðu hvað þú ert að hugsa, og ekki bara skrifa minnismiða, heldur láttu alla kvitta svo þú vitir að þeir hafi lesið hann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son