Engin Strympa í auglýsingum

Söng- og leikkonan Demi Lovato talar fyrir Strympu í kvikmyndinni.
Söng- og leikkonan Demi Lovato talar fyrir Strympu í kvikmyndinni. AFP

Teiknimyndapersónan Strympa hefur verið þurrkuð út af auglýsingaplakötum í trúarlegum hverfum í ísraelsku borginni Bnei Brak fyrir nýjustu kvikmyndina um Strumpana.

Hjá bókstafstrúarfólki í hverfunum er karlmönnum bannað að horfa á myndir af konum. Slíkar myndir eru reglulegar fjarlægðar þannig að engar konur sjáist í dagblöðum, vörulistum og auglýsingum, að því er Variety greindi frá. 

Á meðan á forsetakosningunum í Bandaríkjum stóð birtu trúarlegar, ísraelskar netfréttasíður sem fjölluðu um kosningarnar engar myndir af Hillary Clinton.

Strumparnir, þar á meðal Strympa, kynna nýjustu myndina í Bandaríkjunum.
Strumparnir, þar á meðal Strympa, kynna nýjustu myndina í Bandaríkjunum. AFP

Fyrr á þessu ári gagnrýndu sumir Ísraelar ákvörðun stjórnenda IKEA í Ísrael um að gefa út sérstaka útgáfu af auglýsingabæklingi sínum þar sem einungis mátti sjá myndir af körlum og drengjum.

Auglýsingaplakötum fyrir kvikmyndir með konum hefur einnig verið breytt. Til dæmis sást Jennifer Lawrence hvergi á plakötum fyrir The Hunger Games: Mockingjay – Part 2 árið 2015, þrátt fyrir að vera í aðalhlutverki í myndinni.

Í tilfelli Strympu þá er þetta í fyrsta sinn sem kvenkyns teiknimyndapersóna fær ekki að birtast í auglýsingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar