Ísland áberandi í Fast & Furious 8

Af tökustað Fast and the Furious 8 við Mývatn á …
Af tökustað Fast and the Furious 8 við Mývatn á síðasta ári. mbl.is/Birkir Fanndal

Hasarmyndin Fast & Furious 8 verður forsýnd hér á landi mánudaginn 10. apríl, eða eftir rúmar tvær vikur.

Myndin var að hluta til tekin upp á Mývatni og á Akranesi á síðasta ári. Fjölda fólks sem vann við tökurnar verður boðið á forsýninguna.  

Geir Gunnarsson, markaðsstjóri Myndforms sem sýnir Fast & Furious 8 hérlendis, er búinn að sjá myndina og segir hann að íslensk náttúra fái að njóta sín mjög vel í  henni. Telur hann að um 30 til 40 mínútna kafli myndarinnar gerist á Íslandi.

Fast & Furious 8 verður frumsýnd 12. apríl á Íslandi en þremur dögum síðar í Bandaríkjunum. Þar í landi heitir hún reyndar The Fate of the Furious.

Ísólfur Haraldsson, framkvæmdastjóri Bíóhallarinnar á Akranesi, segir að mikill spenningur sé fyrir myndinni á meðal bæjarbúa og hafa miðar á frumsýningu hennar rokið út í forsölu.

Á meðal leikara í myndinni eru Vin Diesel, Charlize Theron, Dwayne Johnson, Michelle Rodriguez og Jason Statham. 

Vin Diesel leikur aðalhlutverkið í myndinni.
Vin Diesel leikur aðalhlutverkið í myndinni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir