Framleiðir þætti um Guðmundar- og Geirfinnsmálið

Baltasar Kormákur.
Baltasar Kormákur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Framleiðslufyrirtæki Baltasar Kormáks, RVK Studios, hefur samið við fyrirtækið Buccaneer Media um framleiðslu sjónvarpsþáttanna The Reykjavik Confessions sem munu fjalla um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Hefur handritshöfundurinn John Brownlow verið fenginn til þess að koma að myndinni. Breski blaðamaðurinn Simon Cox, sem hefur rannsakað málið um árabil verður ráðgjafi en myndin verður byggð á rannsóknum hans.

Fram kemur á vefsíðunni Deadline að þættirnir munu einnig koma inn á stöðu Íslands á þeim tíma þegar Guðmundar- og Geirfinnsmálið stóð sem hæst í miðju kalda stríðinu á hugmyndafræðilegum mörkum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna sem meðal annars hafi komið fram í skákeinvígi aldarinnar á milli Bobbys Fischers og Boris Spassky. Á sama tíma hafi Íslendingar staðið í harðvítugum fiskveiðideilum við Bretland.

Haft er eftir Baltasari að Guðmundar- og Geirfinnsmálið hafi verið viðvarandi í íslensku samfélagi í rúma fjóra áratugi. Eftir að þeir sem fangelsaðir hafi verið í málinu hafi losnað hafi hann kynnst sumum þeirra og heyrt þeirra hlið. „Þeir halda enn fram sakleysi sínu og mér finnst það vera skylda okkar að blása lífi í þetta flókna morðmál.“

Þeir sem halda utan um framleiðsluna verða Tony Wood og Nicola Larder frá Buccaneer Media og Magnús Viðar Sigurðsson frá RVK Studios auk Baltasars og Simon Cox.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka