Enn ekki komin með farangurinn

Heilmikið leisershow verður á sviðinu í Kænugarði.
Heilmikið leisershow verður á sviðinu í Kænugarði. Eurovision/Thomas Hanses

Sá hluti farangurs íslenska Eurovision hópsins sem týndist á leiðinni til Kænugarðs í Úkraínu hefur enn ekki skilað sér. Þeirra á meðal eru þó nokkuð af þeim fatnaði sem Svala Björgvinsdóttir ætlar að klæðast á opnunarhátíðinni og blaðamannafundum næstu daga að því er Felix Bergson, fararstjóri íslenska hópsins, sagði í samtali við mbl.is.

Fyrsta æfing Svölu á Eurovision sviðinu var haldin í dag og klæddist Svala hvítri skykkju á æf­ing­unni sem er hluti af keppn­is­bún­ingn­um. „Búningurinn verður að öllum líkum endanlega afhjúpaður á morgun,“ segir Felix. „Það var verið að prófa vindvélina í dag, en hluti af búning Svölu er þetta mikla vænghaf sem hún hefur til að leika sér með. Það lifnar ekki við, nema að vindvélin sé til staðar.“ Niðurstaða æfingarinnar í dag hafi verið að líklega þyrfti að setja aðeins meiri kraft í vindvélina.

Felix segir íslenska hópinum lítast mjög vel á sviðið. „Vorum mjög sátt  með það sem þeir sem standa að sjóinu hér hafa gert.“ Heilmikið af grafík og öðru slíku komi þó frá Íslandi. „Þetta er mikið „leisersjó“ og flott grafíkvinna á bak við hana, sem er að skila sér vel,“ segir hann og kveður töluvert miklar breytingar hafa verið gerðar á atriðinu frá því sem áhorfendur sáu í Laugardalshöll.

Annars verður lítið úr glamúrnum

Þegar blaðamaður mbl.is ræddi við Felix á áttunda tímanum í kvöld þá var sá hluti farangursins sem ekki skilaði sér með hópinum enn ekki kominn. „Við vitum að hann er væntanlega kominn á flugvöllinn hér í Kiev, en hann er enn ekki kominn hingað upp á hótel þegar klukkan er orðin tíu að kvöld hér.“

Felix segir búning Svölu fyrir keppnina að öllu heilli ekki vera í týndu töskunum. „Hins vegar eru þar kjólar sem hún ætlar að nota t.d. á opnunarhátíðinni.“ En Svala er að hans sögn með nýtt dress fyrir hvern daga. „Þannig að við þurfum að fara að fá töskurnar sem fyrst það er alveg á hreinu, annars verður lítið úr öllum glamúrnum.“

Stóð sig svo vel að eftir var tekið

Dagurinn í dag var langur hjá Svölu en auk æfingarinnar þar sem rýnt var ítarlega í atriðið, þá var einnig svo nefndur „meet the fans“ fundur og segir Felix  talað um hvað Svala sé sjálfsörugg og góð í að koma fram. „Hún rúllaði viðtölunum upp eins og ekkert væri, segir Felix. „Það var mjög vel mætt á blaðamannafundinn hennar og hún stóð sig svo vel að eftir var tekið og fór svo heilmörg viðtöl sem voru tekin við hina og þessa vefmiðla á eftir.“

Mikið vænghaf er á búningi Svölu og því þarf vindvélin …
Mikið vænghaf er á búningi Svölu og því þarf vindvélin að vera rétt stillt. Eurovision/Tomas Hanses
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach