Segir atriði Svölu „mjög einfalt“

Svala á sviðinu í Kænugarði í gær.
Svala á sviðinu í Kænugarði í gær. Eurovision/Thomas Hanses

Eurovision-farinn Svala Björgvinsdóttir endaði í næstneðsta sæti í stigagjöf 35 blaðamanna eftir fyrstu æfinguna í Kænugarði í gær. Svala hlaut 11 stig frá blaðamönnunum en stigagjöfin virkar þannig að hver blaðamaður gefur uppáhalds atriði sínu á æfingunni 5 stig, næst uppáhalds 3 stig og þriðja sæti eitt stig.

Greint er frá þessu á vefnum EscToday.com

Af atriðunum níu sem komu fram á sviðinu hlaut Armenía flest stig eða 100 og Moldóva var í 2. sæti með 69 stig. Kýpur hlaut 40 stig, Lettland 30, Grikkland 22, Pólland 20, Slóvenía 17 og eins og fyrr segir Ísland 11. Aðeins Tékkland var fyrir neðan Svölu með 6 stig.

Í gagnrýni blaðamanns EscToday segir að atriði Svölu hafi ekki náð að skera sig úr og væri „mjög einfalt“. Sagði hann atriðið minna á íslensku atriði síðustu ára, dökkt útlit og norðurljósalitir. Þá sagði hann lagið ekki snerta við sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar