Klósettið á Metropolitan safninu í New York virðist hafa verið aðalstaðurinn til þess að brjóta reglur á Met Gala. Í gær greindi mbl.is frá því að Kylie Jenner hafi brotið reglu með því að taka sjálfu inni á klósetti og nú sjást myndir af ungum frægum stjörnum reykja inni á klósetti.
Samkvæmt Daily Mail hefur Bill Blatt, forstöðumaður tóbaksvarnaverkefnis á vegum bandaríska lungnafélagsins, áhyggjur af myndunum. „Þetta er pínu ógnvekjandi. Á tíma voru reykingar í tísku en við erum hrædd um að yngra fólk muni reyna að herma eftir stjörnunum.
Eins og flestir vita sýna rannsóknir fram á það að reykingar eru hættulegar en stjörnurnar eru sakaðar um að láta reykingar líta vel út. Það má meðal annars sjá fyrirsætuna Bellu Hadid og leikkonuna Dakotu Johnson reykja inni á klósetti.