Blaðamenn fögnuðu Svölu

Svala flutti lagið af miklu öryggi.
Svala flutti lagið af miklu öryggi. skjáskot af RÚV

Svala flutti lag sitt Paper af miklu öryggi eins og búast mátti við á stóra sviðinu í Eurovision rétt í þessu. Henni var fagnað rækilega í blaðamannahöllinni, rétt eins og eftir dómararennslið í gærkvöldi og sungu nokkrir erlendri blaðamenn með og dönsuðu.

Svala flutti lagið í sama hvíta samfesting og á æfingunum síðustu daga og með dramatískt hátt tagl. Hún var dugleg að brosa í myndavélina en hélt töffaraskapnum. 

Stemningin í salnum var mjög góð, reyndar eins og í allt kvöld,  og var Svölu fagnað vel af áhorfendum. Eftir flutningin hrópaði okkar kona „Thank you!“

Nú er bara að vona það besta og krossa fingur.

Fylgist með beinni lýsingu mbl.is frá Kænugarði

skjáskot af Rúv
Svala Björvíns á æfingu í Kænugarði.
Svala Björvíns á æfingu í Kænugarði. Andres Putting
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup