Hvernig fer þetta eiginlega í kvöld?

Svala var sjálfsörugg í flutningi sínum.
Svala var sjálfsörugg í flutningi sínum. Ljósmynd/Eurovision.tv

Það var frekar þungt yfir Kænugarði þegar ég kom hingað í gærkvöldi og svo virðist sem hitinn sem hafði einkennt síðustu daga sé á bak og burt, að minnsta kosti í bili. Ég hef nú reyndar ekki haft mikinn tíma til þess að pæla í veðrinu síðan ég kom hingað því ég fór næstum því beint af flugvellinum á dómararennsli fyrir fyrri undankeppnina sem fram fer í kvöld. Þar mun að sjálfsögðu Svala okkar Björgvins flytja lag sitt Paper eins og allir vita.

Í dómararennslinu fluttu allar þjóðirnar 18 sem keppa í kvöld lög sín og eins og nafnið gefur til kynna voru flytjendur að reyna að sýna sig og sanna fyrir dómurum keppninnar. Þeir eru 210 talsins í ár, fimm frá hverju landi.

Atkvæði þeirra vega 50% á móti atkvæðum áhorfenda og því er til mikils að vinna. Það var eiginlega bara magnað að vera inni í salnum þegar sýningin byrjaði. Þarna voru aðdáendur, blaðamenn og almennir gestir í bland og var mikil stemning í salnum, þrátt fyrir að þetta væri „bara“ dómararennsli. Hvernig verður þetta eiginlega í kvöld?

Eftir að ég hafði hlustað á 12 misgóð lög kom Svala á sviðið. Ég er kannski ekki óháð en að mínu mati negldi hún þetta. Heildarpakkinn er mjög góður að mínu mati, söngurinn auðvitað, búningurinn, grafíkin og sviðsframkoma Svölu. Frammistaða upp á 10. Það verður áhugavert og auðvitað spennandi að sjá hvort dómararnir í gærkvöldi hafi verið sammála mér en það kemur ekki í ljós fyrr en annað kvöld.

Það má ekki gleyma því að Eurovision er risastór viðburður og í mörg horn að lita. Eftir að hafa verið á svæðinu í nokkra tíma í gærkvöldi var ég búin að átta mig á því að öryggisgæslan hér er rosaleg. Lögreglumennirnir hlaupa á þúsundum og öryggisverðirnir sömuleiðis. Síðan er heill hafsjór af sjálfboðaliðum.

Á morgun má búast við því að enn fleiri lögreglumenn mæti á vakt, enda er von á mun fleiri gestum og miklu meiri spennu. En þetta er sem betur fer jákvæð spenna, gleði og gaman og ég er alveg ótrúlega glöð að fá að vera hérna og fá þetta beint í æð. En nú er bara að vona það besta, krossa fingur og hugsa fallega til Svölu. Áfram Ísland!

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup