Ísland komst ekki áfram í Eurovision

Svala á sviðinu í Kænugarði í kvöld.
Svala á sviðinu í Kænugarði í kvöld. AFP

Svala Björgvinsdóttir, flytjandi lagsins Paper, komst ekki áfram upp úr undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Alls komust tíu lönd áfram af þeim átján sem kepptu í kvöld og var Ísland ekki dregið upp úr hattinum að þessu sinni.

Svala flutti lag sitt Paper af miklu ör­yggi eins og bú­ast mátti við á stóra sviðinu. Henni var fagnað ræki­lega í blaðamanna­höll­inni, rétt eins og eft­ir dóm­ar­ar­ennslið í gær­kvöldi og sungu nokkr­ir er­lendir blaðamenn með og dönsuðu, eins og blaðamaður mbl.is í Kænugarði greindi frá fyrr í kvöld.

Svala flutti lagið í sama hvíta sam­fest­ingi og á æf­ing­un­um síðustu daga og með drama­tískt hátt tagl. Hún var dug­leg að brosa í mynda­vél­ina en hélt töffara­skapn­um. 

Stemn­ing­in í saln­um var mjög góð, reynd­ar eins og í allt kvöld, og var Svölu fagnað vel af áhorf­end­um. Eft­ir flutn­ing­inn hrópaði okk­ar kona „Thank you!“

Ástralía og Svíþjóð áfram

Þessi lönd komust áfram: Moldavía, Aserbaídsjan, Grikkland, Svíþjóð, Portúgal, Pólland, Armenía, Ástralía, Kýpur og Belgía.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup