Rússneskur aðdáandi Bó ósáttur

Samsonov var ekki sáttur með úrslit kvöldsins.
Samsonov var ekki sáttur með úrslit kvöldsins. mbl.is/Auður

Rúss­neski blaðamaður­inn Ant­on Sam­sonov er mik­ill Eurovisi­on-aðdá­andi. Reynd­ar svo mik­ill að hann hef­ur fylgst með Björg­vini Hall­dórs­syni í 22 ár, eða allt frá því að Björg­vin tók þátt í Eurovisi­on árið 1995 með lagið Núna.

„Eft­ir keppn­ina 1995 var gef­inn út disk­ur með bestu lög­um Söngv­akeppni Sjón­varps­ins frá upp­hafi og ég fékk mér þann disk. Þar eru mjög góð lög eft­ir Björg­vin. Upp­á­halds­lög­in mín með hon­um eru Í tango og Him­inn og jörð,“ seg­ir Sam­sonov í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ir þó frek­ar erfitt að verða sér út um plöt­ur Björg­vins í Rússlandi og þekk­ir hann því eig­in­lega bara lög söngv­ar­ans af diskn­um fræga.

Von­brigði að Svala var skil­in eft­ir

Að sjálf­sögðu vissi Sam­sonov allt um ís­lenska fram­lagið í ár en hann er mjög fróður um Eurovisi­on yfir höfuð. Hann seg­ir það hafa verið von­brigði að Svala komst ekki upp úr riðlin­um.

„Lagið henn­ar Svölu var mjög gott en kannski ekki eitt af þess­um „skyndi­bita­lög­um“ sem eru að fara að skora hátt í ár. Þú þarft að hlusta á það kannski tvisvar til þess að hríf­ast af því. Síðan er þetta syntha-popp sem er ekki beint popp og erfitt fyr­ir marga að skilja. Þess vegna var ég mjög ánægður að Nor­eg­ur komst áfram. Þeir eru með svipaðan stíl og ís­lenska lagið,“ seg­ir Sam­sonov. „En Íslend­ing­ar áttu ekki skilið að detta út, ég vildi fá hana í úr­slit­in.“

Hann seg­ist spennt­ur að sjá Björg­vin í beinni á laug­ar­dag­inn þegar hann kynn­ir ís­lensku stig­in. „Jú auðvitað er ég spennt­ur,“ seg­ir Sam­sonov við spurn­ingu blaðamanns.

Held­ur með Portúgal

Upp­á­halds­lag hans í keppn­inni í ár er portú­galska lagið. Hann von­ar að þeir vinni, sér­stak­lega því hann lang­ar til Portúgal á næsta ári. „Ein af ástæðunum fyr­ir því að ég elska þetta lag er að ég tala portú­gölsku en lagið er sungið á móður­mál­inu. Ég tala ensku, spænsku, portú­gölsku og eist­nesku, fyr­ir utan rúss­nesku auðvitað.“

Hann seg­ir það al­veg mögu­legt að Portúgal­inn nái að sigra Ítal­ann Frans­esco sem flest­ir hafa spáð sigri.

Þegar blaðamaður mbl.is ræddi við Sam­sonov var hann með eist­neska fán­ann bund­inn um herðarn­ar en hann var mik­ill stuðnings­maður eist­neska lags­ins sem komst ekki áfram. „Það voru mik­il von­brigði, ég skil ekki hvernig það gat gerst.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

  • Engin mynd til af bloggara Wil­helm Em­ils­son:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Forgangsröðunin stjórnar því hvað maður tekur sér fyrir hendur. Talaðu við ókunnuga, skoðaðu bókabúðir, farðu á vefinn og reyndu að læra eitthvað nýtt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Forgangsröðunin stjórnar því hvað maður tekur sér fyrir hendur. Talaðu við ókunnuga, skoðaðu bókabúðir, farðu á vefinn og reyndu að læra eitthvað nýtt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son