Portúgal vann Eurovision

Salvador Sobral fagnar ásamt systur sinni en hún samdi lagið.
Salvador Sobral fagnar ásamt systur sinni en hún samdi lagið. AFP

Portúgal vann Eurovisi­on sem fram fór í Kænug­arði í kvöld. Sal­vador Sobral flutti lagið Amar Pe­los Dois og hlaut 758 stig. Búlga­ría var í öðru sæti með 615 og Moldóva í þriðja með 374. 

Portúgal var með nokkuð ör­ugga forrystu á meðan stig áhorf­enda voru les­in upp. Þau inn­sigluðu síðan sig­ur­inn þegar dóm­ara­at­kvæðin komu í hús.

Hér má sjá texta lags­ins í ís­lenskri þýðingu Hall­gríms Helga­son­ar: 

Ef minn­ist þú mín ég mæli til þín: Ég elskaði þig alla tíð.

Ung­ur ég var eitt efni­legt skar. Þú færðir mér ljós litla hríð.

Ástin mín ég ennþá læt mig dreyma og aldrei mun ég gleyma gleðinni með þér.

Ég veit vel að upp á eig­in spýt­ur eng­inn lukku hlýt­ur, því þarf ég þig með mér.

Ástin mín ég ennþá læt mig dreyma og aldrei mun ég gleyma gleðinni með þér.

Ég veit vel að upp á eig­in spýt­ur eng­inn lukku hlýt­ur, því þarf ég þig með mér.

Ef þú seg­ir nei, það sé eng­in von fyr­ir ást­fangið grey og glöt­un­ar­son, hann fær­ir þér fró, sú fró hljóm­ar svo: Ég á al­veg nóg af ást fyr­ir tvo.

Ann­ars var topp tíu list­inn svona:

  1. Portúgal
  2. Búlga­ría
  3. Moldóva
  4. Belg­ía
  5. Svíþjóð
  6. Ítal­ía
  7. Rúm­en­ía
  8. Ung­verja­land
  9. Ástr­al­ía
  10. Nor­eg­ur

Spánn var í neðsta sæti með 5 stig, Þýska­land í næst­neðsta með 6 og gest­gjaf­arn­ir Úkraínu­menn með 36 því þriðja neðsta. 

Sú danska hafnaði í tutt­ug­asta sæti en Norðmenn og Sví­ar komust báðir á topp tíu, þ.e. Norðmenn í 10. sæti og Sví­ar í fimmta. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú hefur í mikinn reynslusjóð að sækja og átt því að vera vel undir erfið verkefni búinn. Vonandi er þér sama þótt augu allra hvíli á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú hefur í mikinn reynslusjóð að sækja og átt því að vera vel undir erfið verkefni búinn. Vonandi er þér sama þótt augu allra hvíli á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason