Íslendingar létu sitt ekki eftir liggja á Twitter þó að Ísland hafi ekki komist í úrslit Eurovision sem fer fram í Kænugarði í Úkraínu í kvöld.
Portúgalska lagið er vinsælt:
Mig langar svo að svæfa hann i skeið, strjúka hann um hárið og syngja fyrir hann #TeamPortugal #12stig #por
— Margrét Gauja (@MargretGauja) May 13, 2017
If Iceland doesn't give our 12 points to #portugal I will resign my citizenship. #12stig #Eurovision
— Ólafur Arnalds (@OlafurArnalds) May 13, 2017
Portúgalska lagið vinnur af því að það snertir streng og tikkar inn í evrópska tíðarandann. Salvador er algjör andstæða við Trump #12stig
— Andres Jonsson (@andresjons) May 13, 2017
Góð pæling:
Þetta er allt svo fallegt fólk, það hlýtur að vera búið að smakka Brunchin í Þrastarlundi #12stig #esc #esc2017 #12points
— Einar Bardar (@Einarbardar) May 13, 2017
Fjöldi eða öllu heldur fæð kvenna vöktu athygli:
Eru engar konur í Úkraínu ? - mamma sem er farin að hafa áhyggjur #12stig
— Swansea (@svana96) May 13, 2017
Ætla Bretar líka ekki að hætta í Eurovision?
Breska söngkonan er á svipinn eins og hún sé 100% meðvituð um hvað þetta er vont lag. #12stig
— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) May 13, 2017
Ellilegur Norsarinn:
17: Gúglaði Norðmanninum, hann er víst undir þrítugt. Ég sem ætlaði að hæla Norðmönnum fyrir að senda miðaldra söngvara.
— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) May 13, 2017
Er þetta ekki svindl?
Söngkonan frá Aserbaídsjan gat ekki lært textann svo hann var skrifaður á veggina fyrir hana. Lélegt trikk ef þið spyrjið mig. 🤔 #12stig pic.twitter.com/GuquF2mPHr
— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 13, 2017
Tja, það eru skiptar skoðanir um þetta:
Eurovision er svona eins og myndböndin sem maður horfir á tímunum saman á youtube með samansafni verstu idol prufanna #12stig
— E.L. Rey (@ElinLara13) May 13, 2017
Bubbi er hrifinn af Gísla Marteini og Salvador Sobral:
#12stig Gísli Marteinn er ásamt Portúgal það eina góða við þetta fríksjó ✌️️✌️️✌️️✌️️✌️️✌️️
— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) May 13, 2017