Baltasar leikstýrir Sjálfstæðu fólki

Baltasar Kormákur.
Baltasar Kormákur. mbl.is/Ómar Óskarsson

RÚV og RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks, hafa gert með sér samkomulag um þróun og undirbúning 6 til 8 sjónvarpsþátta og kvikmyndar sem byggjast á skáldverki Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu.

„Þetta verður einhver allra umfangsmesta framleiðslan í íslenskri kvikmynda- og sjónvarpssögu og er gert ráð fyrir að tökur geti hafist síðla árs 2018. Þær fara fram á Íslandi og er stefnt að því að sem flestir í tökuliði og leikarahópi verði íslenskir og gert er ráð fyrir að bæði þáttaröðin og kvikmyndin verði tekin upp á íslensku,“ segir í tilkynningunni.  

Baltasar Kormákur leikstýrir verkinu og skrifar handritið í samstarfi við aðra handritshöfunda.

„Sjálfstætt fólk kemur í kjölfarið á farsælu samstarfi RVK Studios og RÚV um þáttaröðina Ófærð sem sýnd var við fádæma vinsældir árið 2016, sló öll áhorfsmet á Íslandi og hefur síðan verið sýnd í fleiri löndum en flestar aðrar leiknar íslenskar þáttaraðir. Síðar á þessu ári hefst framleiðsla á annarri þáttaröð af Ófærð og er fyrirhugað að hefja sýningar á henni haustið 2018,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir