Ham hitar upp fyrir Rammstein

Ham skipa þeir Flosi Þorgeirsson, S. Björn Blöndal, Sigurjón Kjartansson, …
Ham skipa þeir Flosi Þorgeirsson, S. Björn Blöndal, Sigurjón Kjartansson, Arnar Geir Ómarsson og Óttarr Proppé. Ljósmynd/Marinó Thorlacius

Íslenska rokksveitin Ham mun hita upp kollega sína í þýsku rokksveitinni Rammstein á tónleikum þeirrar síðarnefndu í Kórnum í Kópavogi á laugardaginn, að sögn skipuleggjanda tónleikanna, Þorsteins Stephensen. Ham hitaði einnig upp fyrir Rammstein á margfrægum tvennum tónleikum þýsku sveitarinnar í Laugardalshöll árið 2001.

Breiðskífa er væntanlega frá Ham í næsta mánuði og nefnist hún Söngvar um helvíti mannanna. Eitt lag af plötunni hefur ómað í útvarpi í nokkrar vikur, „Vestur-Berlín“, og má af því heyra að hljómsveitin er í feikigóðu formi. Fyrir tónleika Rammstein mun Ham leika nokkur glæný lög af plötunni í bland við gömul. 

Uppselt er á tónleika Rammstein í Kórnum núna á laugardaginn og er áætlað að 16.000 manns sæki þá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar