Lói í 63 löndum

Hilmar Sigurðsson.
Hilmar Sigurðsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hilmar Sigurðsson, framkvæmdastjóri teiknimyndaframleiðslufyrirtækisins GunHil, er nýkominn af kvikmyndahátíðinni í Cannes þar sem gerðir voru samningar um frekari kvikmyndahúsadreifingu teiknimyndarinnar Lói - þú flýgur aldrei einn, sem frumsýnd verður hér á landi nú um jólin. Myndin segir af lóuunga sem er ófleygur að hausti og þarf að lifa veturinn af þar sem hann getur ekki farið með farfuglunum suður á bóginn.

Dreifingarréttur á myndinni hefur nú verið seldur til 63 landa og nú síðast Frakklands en um 60% teiknimynda í Evrópu eru framleidd þar í landi, að sögn Hilmars.

Hilmar segist hafa verið að funda með fulltrúum fyrirtækja sem hafi keypt myndina og gengið frá viðbótarsölu. Myndin er enn í framleiðslu, framleidd af GunHil og meðframleidd af belgíska fyrirtækinu Cyborn, og segir Hilmar að hún verði fullkláruð í nóvember. „Hreyfimyndagerðin, „animation“, klárast hér hjá okkur í lok þessa mánaðar og þá er eftir áframhaldandi myndvinnsla fram á haustið. Svo tekur við hljóðsetning, tónlist og allt það,“ segir Hilmar.

Fer líklega víðar en Þór

GunHil framleiddi einnig teiknimyndina Hetjur Valhallar - Þór, sem er dýrasta teiknimynd sem gerð hefur verið hér á landi og segir Hilmar að myndin um Lóa verði aðeins ódýrari. Framleiðslukostnaður nemi rúmum milljarði króna.

Spurður að því hvort Lóa verði dreift víðar en myndinni um Þór segir Hilmar að líklega verði bíódreifingin meiri. „Það sem er komið núna er skilyrt við að hún verði sýnd í kvikmyndahúsum. Þór endaði í 90 löndum í það heila þannig að við förum örugglega fram úr því,“ segir hann.

Hilmar er spurður að því hvort hann hafi náð að sleikja sólina í Cannes og segist hann ekki hafa náð því. „Þetta er bara fundaseta frá morgni til kvölds,“ segir hann kíminn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka