Blindrahundur hlaut tvenn verðlaun

Kristján Loðmfjörð leikstjóri með eiginkonu sinni og framleiðanda Blindrahunds, Tinnu …
Kristján Loðmfjörð leikstjóri með eiginkonu sinni og framleiðanda Blindrahunds, Tinnu Guðmundsdóttur, á Skjaldborgarhátíðinni.

20 íslenskar heimildarmyndir voru frumsýndar á Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildarmynda, nýliðna helgi á Patreksfirði og einnig voru kynnt átta verk í vinnslu. Dómnefndarverðlaun voru veitt í fyrsta sinn á hátíðinni til viðbótar við áhorfendaverðlaunin, Einarinn, og svo fór að sama heimildarmynd, Blindrahundur eftir Kristján Loðmfjörð, hlaut hvor tveggja verðlaun hátíðarinnar en í myndinni er fjallað um myndlistarmanninn Birgi Andrésson sem lést árið 2007, aðeins 52 ára. Birgir ólst upp við sérstakar aðstæður á Blindraheimilinu við Hamrahlíð þar sem foreldrar hans voru blindir og varð sú reynsla honum innblástur við listsköpun á fullorðinsárum. Dómnefnd var sammála um að myndin hefði verið unnin af næmi og öryggi og gerð í anda viðfangsefnisins. Ennfremur var það mat hennar að samspil allra listrænna þátta verksins hefði heppnast mjög vel. Einnig þótti dómnefnd ástæða til þess að minnast sérstaklega á myndina Lesbos eftir Lúðvík Pál Lúðvíksson en hann ferðaðist til eyjarinnar Lesbos og kynnti sér neyð fólks á flótta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir