Hinsegin sálfræðitryllir til Ameríku

Kvikmyndinni verður dreift í kvikmyndahús og VOD leigur í Bandaríkjunum. …
Kvikmyndinni verður dreift í kvikmyndahús og VOD leigur í Bandaríkjunum. Þá verður hún gefin út á DVD. Stilla úr Rökkri

Kvikmyndadreifingarfyrirtækið Breaking Glass Picture hefur fengið dreifingarréttinn í Bandaríkjum á íslensku hryllingsmyndinni Rökkur (Rift). Handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar er Erlingur Thoroddsen.

Myndin verður tekin til sýningar í nokkrum kvikmyndahúsum vestanhafs og verður jafnframt gefin út á DVD og dreift á VOD leigum í haust. Þetta kemur fram á vef Screendaily.com

Rökkur lokaði kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í febrúar á þessu ári og verður jafnframt sýnd á hinsegin kvikmyndahátíðinni Outfest í Los Angeles í júlí.

Um er að ræða dramatískan sálfræðitrylli með hrollvekjandi ívafi og eina fyrstu íslensku kvikmyndin sem fjallar alvarlega um ástarsamband tveggja manna.

Myndin fjallar um Gunnar sem fær undarlegt símtal frá fyrrverandi kærastanum sínum, Einari, nokkrum mánuðum eftir að þeir hætta saman. Einar segist vera í sumarbústað en upplifir að hann sé ekki einn á staðnum. Gunnar ákveður að fara í bústaðinn til Einars og þá fer af stað hörkuspennandi atburðarrás.

Með aðalhlutverk myndarinnar fara Björn Stefánsson og Sigurður Þór Óskarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka