Stærsta sviðið til þessa komið upp

Búið er að setja upp stóra sviðið á Secret Solstice hátíðinni sem fram fer í Laugardalnum um helgina. Að sögn skipuleggjenda er það stærsta svið sem sett hefur verið upp hér á landi og breytir miklu fyrir framkvæmdina. mbl.is kíkti í Laugardalinn í dag. 

Hátíðin byrjar á fimmtudag og henni lýkur á sunnudag en bandaríska rokksveitin Foo Fighters mun koma fram á stóra sviðinu á föstudag. Svæðið hefur breyst talsvert á milli ára og nú verður aðalinngangur við syðri endann á Laugardalsvellinum. Sveinn Rúnar Einarsson einn skipuleggjenda hátíðarinnar segir þetta breyta miklu. „Þetta breytir öllu svæðinu frá fyrri árum þar sem við erum með stærsta svið sem hefur nokkurntíma verið á Íslandi.“

Svæðið sjálft hefur verið stækkað um 5000 fermetra á von er á hátt í 20 þúsund tónleikagestum á hátíðina. Í fyrra voru 8500 erlendir gestir og Sveinn á von á svipuðum fjölda í ár. 

Nánari upplýsingar er að finna á vef hátíðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir