Glaumur og glys á Glastonbury-hátíðinni

Tími fyrir tattú á tónlistarhátíð.
Tími fyrir tattú á tónlistarhátíð. AFP

Hliðin að hátíðarsvæði Glastonbury-tónlistarveislunnar voru opnuð á miðvikudag og þá tók gesti að streyma að. Von er á um 175 þúsund gestum í ár. Meðal flytjenda á hátíðinni eru Radiohead, Ed Sherran, Foo Figthers og fleiri.

Hátíðin er sem fyrr haldin við Worthy-sveitabænum í Sumerset á Suðvestur-Englandi. Öryggisgæsla er meiri í ár en hingað til hefur þekkst vegna fjölda hryðjuverkaárása í Bretlandi síðustu mánuði.

Tónlistaratriði eru flutt á sjö stórum sviðum á hátíðarsvæðinu. Tjaldborgir hafa risið hratt og biðraðirnar í sturturnar lengst dag frá degi. „Allir eru komnir til að skemmta sér grimmt,“ segir Michael Eavis, stofnandi hátíðarinnar.

Fyrsta Glastonbury-hátíðin var haldin árið 1970. Þá mættu um 1.500 gestir. Hátíðin er nú ein sú stærsta og vinsælasta í heimi.

Hátíðargestir eru margir hvergir skrautlegir í fatavali.
Hátíðargestir eru margir hvergir skrautlegir í fatavali. AFP
Sumir eru í grímubúningum.
Sumir eru í grímubúningum. AFP
Sápukúlur blásnar.
Sápukúlur blásnar. AFP
Hlustað á tónlist á stóra sviðinu.
Hlustað á tónlist á stóra sviðinu. AFP
Chrissie Hynde úr hljómsveitinni The Pretenders á sviðinu.
Chrissie Hynde úr hljómsveitinni The Pretenders á sviðinu. AFP
Múgur og margmenni sækir hátíðina að vanda.
Múgur og margmenni sækir hátíðina að vanda. AFP
Charli XCX á sviðinu.
Charli XCX á sviðinu. AFP
Beðið í röð eftir að komast í sturtu.
Beðið í röð eftir að komast í sturtu. AFP
Loftfimleikar í gærkvöldi.
Loftfimleikar í gærkvöldi. AFP
Varðeldur á tjaldsvæðinu.
Varðeldur á tjaldsvæðinu. AFP
Smá hvíld.
Smá hvíld. AFP
Fjörið er viðstöðulaust.
Fjörið er viðstöðulaust. AFP
Grínarar á ferð.
Grínarar á ferð. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav