Snemma í júní voru öll lög Taylor Swift aðgengileg á tónlistarforritum eins og Spotify og Pandora eftir langa fjarveru. Fyrstu vikuna voru lögin hennar spiluð 47,5 milljón sinnum sem skilaði rúmlega 40 milljóna króna gróða fyrir söngkonuna samkvæmt Billboard.
Teymi Taylor Swift lýsti yfir því að söngkonan hefði tekið ákvörðun um að birta lög sín aftur á tónlistaforritum til að fagna sölu nýjustu plötu sinnar, 1989, en hún hefur selst í rúmlega 10 milljón eintökum um allan heim.
Ekkert af fimm plötum söngkonunnar hefur verið aðgengilegt á tónlistarforritum síðan árið 2014 þegar plötumerki Swift skrifaði færslu um að forrit eins og Spotify borguðu tónlistarmönnum ekki nógu vel fyrir hverja spilun.
Margir segja að Swift hafi birt lög sín aftur á Spotify vegna þess að erkióvinur hennar Katy Perry gaf út nýju plötu sína Witness sama dag. Plata Taylor Swift frá árinu 2014 hefur verið spiluð oftar en nýja plata Katy Perry á Spotify eftir að hafa verið á forritinu í jafnlangan tíma.
A post shared by Taylor Nation (@taylornation) on Jun 8, 2017 at 4:22pm PDT
Taylor Swift broke the internet and all she did was release her old albums.. YUP THATS MY TAYLOR!!
— Elle (@heyitsellia) June 9, 2017