Veita vegglist betri farveg

00:00
00:00

Veggl­ist í óleyfi kann að vera vanda­mál í sum­um sveit­ar­fé­lög­um. Til að sporna við þessu hef­ur Kópa­vogs­bær farið þá leið að vinna bet­ur með veggl­ista­mönn­um og krot­ur­um. Verk­efnið er tvíþætt, ann­ars veg­ar að skapa veggl­ist í Kópa­vogi með því að fá fimm lista­menn til að skreyta þrjá staði í Kópa­vogs­bæ. Hins veg­ar að koma þeim sem stunda sína veggl­ist í óleyfi í betri far­veg með því að gera æf­inga­svæði fyr­ir unga veggl­ista­menn og krot­ara. Bjarki Val­berg um­hverf­is­full­trúi Kópa­vogs stýr­ir þessu starfi í sam­starfi við ung­menna­húsið Mol­ann. Hann von­ast til að verk­efnið breyti hug­ar­fari fólks gagn­vart kroti og veggl­ist. 

Fimm lista­menn

Lista­menn­irn­ir sem vinna að veggl­ista­gerð í sum­ar má skipta í eldri og yngri lista­menn. Hinir eldri eru á þrítugs­aldri þau Krist­ín Þor­láks­dótt­ir, Rögn­vald­ur Skúli Árna­son og Sól Hilm­ars­dótt­ir. Yngri lista­menn­irn­ir eru þau Ísak Snorri Mar­vins­son og Mar­grét Rún Styrm­is­dótt­ir, 19 og 18 ára.

Bjarki Val­berg seg­ir mjög spenn­andi að sjá ólíka stíla lista­mann­anna sam­ein­ast, þá sér­stak­lega stíl Rögn­valds, sem sé frek­ar klass­ísk­ur olíu­verkalistamaður og Krist­ín­ar, sem hef­ur meiri reynslu af eig­in­legri veggl­ist. „Það verður mjög áhuga­vert að sjá hvernig þau munu bræða tækni sína sam­an,“ seg­ir Bjarki.

Yngri lista­menn­irn­ir, Ísak Snorri og Mar­grét Rún vinna að verk­efn­inu jafnt á við hina lista­menn­ina. Hug­mynd­in með þess­ari sam­vinnu er að hinir yngri læri af hinum eldri. Þau yngri koma með fersk­ar hug­mynd­ir. Ísak er tengd­ur inn í krot­sen­una og þekk­ir til marka (e. tags) og mark­ara (e. tag­gers).

Lista­menn­irn­ir munu skreyta tvenn und­ir­göng, und­ir Dal­veg og Borg­ar­holts­braut, ásamt því að skreyta vegg við Hálsa­torg sem er bak við tón­leika­húsið Sviðið. Und­an­farn­ar vik­ur hafa þau unnið að hug­mynda­vinnu og und­ir­búníni en hófu eig­in­lega veggl­ista­gerð á Hálsa­torgi á þriðju­dag.

Æfinga­svæði fyr­ir mark­ara og krot­ara

Lista­menn­irn­ir hafa fengið sér­stakt æf­inga­svæði við gömlu stræt­is­vagnaund­ir­göng­in í Kópa­vogi. Til­gang­ur­inn er að að fá mark­ara og krot­ara til að hætta að gera mörk og krot þar sem þess er ekki óskað. Þeir ættu frem­ur að leggja vinnu í að búa til stærri og flókn­ari lista­verk. Bæði listamaður­inn og íbú­ar bæj­ar­ins myndu hagn­ast af því sam­starfi. Bjarki seg­ir sjálfsagt að all­ir geti stundað frí­stund­ir sín­ar og svæðið sé hugsað til þess. „Það eru til æf­inga­svæði víða fyr­ir körfu­bolta, fót­bolta og tenn­is en það er eng­in sér­stök æf­inga­svæði til fyr­ir veggl­ist.“

Æfinga­svæðið er við gömlu stræt­is­vagnaund­ir­göng­in í Kópa­vogi og er opið öll­um þeim sem vilja taka þátt. Það verður reglu­lega grunnað og málað grátt og þannig end­ur­nýjað. Lista­menn­irn­ir geta þá byrjað á nýj­um fleti. Áður en málað er yfir verk­in eru þau ljós­mynduð og þannig verða þau varðveitt fyr­ir Kópa­vogs­bæ og lista­menn­ina.

Bjarki Val­berg seg­ist helst vilja koma verk­un­um á striga eða filmu svo hægt sé að sýna þau í Saln­um, tón­list­ar­húsi Kópa­vogs. Hann seg­ir að for­svars­menn Sal­ar­ins tekið vel í hugs­an­legt sam­starf og sýn­ing­ar­hald verk­anna.

All­ir þeir sem nýta æf­inga­svæðið geta svo komið í hálf­gerðar vinnu­búðir í ung­menna­hús­inu Mol­an­um. Þar geta þeir hitt lista­menn­ina fimm, fengið leiðbein­ing­ar og til­sögn um list­sköp­un­ina. Kópa­vogs­bær er einnig að vinna að um­bót­um á æf­inga­svæðinu. „Við erum í því að hreinsa, loka svæðið bet­ur af, setja upp betri lýs­ingu og setja inn­stung­ur. Gera þetta skemmti­legra,“ seg­ir Bjarki Val­berg.

Upp­runi verk­efn­is­ins

Bjarki seg­ir verk­efnið vera til­raun til að breyta hug­ar­fari fólks gagn­vart kroti og veggl­ist. Oft sé sagt að veggjakrot sé bara krot í hvaða formi sem það er haft eða að veggjakrot laði að sér meira veggjakrot. „Þetta er hug­ar­farið sem við erum að reyna að breyta.“ Hann seg­ist lengi hafa reynt að finna betri leiðir til að glíma við krotið. „Í stað þess að mála alltaf yfir það, var ég að hugsa: „Hvaða aðrar leiðir gæti ég farið til að koma þessu í já­kvæðan far­veg?“ Já­kvæðan far­veg fyr­ir íbú­anna því það væri ekki veggjakrot þar sem það ætti ekki að vera og já­kvæðan far­veg fyr­ir þá sem stunda þessa tóm­stund og áhuga­mál!“

Bjarki Val­berg ræddi við mark­ara um veggjakrot í und­ir­bún­ingi verk­efn­is­ins til að heyra þeirra sjón­ar­mið. Eft­ir það hafi hug­mynd­in að verk­efn­inu komið. Hún var svo lögð fyr­ir Um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd Kópa­vogs og fékk mjög já­kvæð viðbrögð, þrátt fyr­ir að vera óhefðbund­in.

Von­andi lang­tíma­verk­efni

Bjarki von­ast til að hér sé ekki bara um að ræða sum­ar­verk­efni, held­ur miklu frem­ur lang­tíma­verk­efni. Hann vill tengja það við Ice­land Airwaves sem hef­ur komið er­lend­um veggl­ista­mönn­um til að gera veggl­ista­verk hér­lend­is. Hann seg­ir að for­svars­menn Ice­land Airwaves séu mjög áhuga­söm um að halda jafn­vel ein­hvers kon­ar sam­eig­in­leg­ar vinnu­búðir. „Er­lend­ir lista­menn kæmu og kenndu okk­ar krökk­um sem myndu svo fara til þeirra. Þegar krakk­arn­ir okk­ar hefðu æft sig og þró­ast þá gætu þeir síðan orðið lista­menn sem tækju þátt í verk­efni Ice­land Airwaves,“ seg­ir Bjarki Val­berg.

Einnig hef­ur hann áhuga á að ræða við for­svars­menn Secret Solstice-hátíðar­inn­ar til að ná and­rúms­lofti hátíðar­inn­ar á veggl­istar­form. Að lok­um stefn­ir verk­efnið á að fær­ast yfir í skóla Kópa­vogs­bæj­ar. Þá myndu lista­verk tengd kennslu og mennt­un fara á skóla­vegg­ina. „Við vor­um til dæm­is með lista­mann í fyrra sem teiknaði út­frá stærðfræði, sól­kerfi og þrí­hyrn­ing­um. Þetta yrði eitt­hvað í þeim stíl,“ seg­ir Bjarki Val­berg. Hann seg­ir Kópa­vogs­skóla hafa einnig lýst áhuga að fá veggl­ista­verk á veggi skól­ans. „Þetta var kynnt á skóla­stjóra­fundi hjá Mennta­sviði og all­ir tóku vel í að skoða þetta á næsta ári,“ seg­ir Bjarki Val­berg. 

Und­ir­tekt­ir lista­mann­anna góðar

Bjarki seg­ir und­ir­tekt­ir ungu lista­mann­anna ótrú­leg­ar. „Und­ir­tekt­irn­ar, þegar hálf-full­orðnir menn eins og við tök­um svona unga krakka tali , hafa verið svo ofboðslega já­kvæðar. Þau eru svo ánægð að þeirra áhuga­mál, íþrótta­grein og tóm­stund fái far­veg líkt og önn­ur tóm­stunda­mál hafa fengið far­veg,“ seg­ir Bjarki.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það hefur ekkert upp á sig að stinga höfðinu í sandinn, vandamálin hverfa ekkert við það. Vertu vandlátur á val samstarfsmanna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það hefur ekkert upp á sig að stinga höfðinu í sandinn, vandamálin hverfa ekkert við það. Vertu vandlátur á val samstarfsmanna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir