Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran ákvað að hætta á Twitter í gær eftir að hafa fengið mikið af grimmilegum skilaboðum á samfélagsmiðlinum en The Sun greinir frá því.
Hann sagðist hafa tekið ákvörðun um að hætta eftir að hann áttaði sig á því að þessi skilaboð hefðu neikvæð áhrif á hann.
„Ég fer á Twitter og það er ekkert nema fólk að segja eitthvað ljótt. Twitter er grundvöllur fyrir það. Ein athugasemd getur eyðilagt daginn hjá þér. Þess vegna er ég hættur,“ sagði söngvarinn í viðtali við The Sun.
Söngvarinn bætti við að hann væri oft að reyna komast að því af hverju fólki mislíkaði hann svona.