Bieber hættir við tónleikaferðina

Justin Bieber hefur komið fram á rúmlega 150 tónleikum í …
Justin Bieber hefur komið fram á rúmlega 150 tónleikum í Purpose World-tónleikaferðinni. AFP

Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber hefur hætt við Purpose World-tónleikaferð sína vegna „ófyrirsjáanlegra aðstæðna“. BBC hefur þetta eftir útgefanda Bieber, en tónlistarmaðurinn átti eftir að koma fram á 14 tónleikum til viðbótar í Asíu og Bandaríkjunum á næstu þremur mánuðum.

Bieber hefur komið fram á rúmlega 150 tónleikum í Purpose World-tónleikaferðinni sem hefur staðið yfir frá því í mars í fyrra.

BBC segir hagnað af tónleikaröðinni nema um 93 milljónum dollara og að um 40.000 manns hafi mætt á hverja tónleika goðsins.  

Bieber sjálfur hefur ekki enn tjáð sig um ákvörðunina á samfélagsmiðlum, en heimildamenn bandarískra fjölmiðla segja hann bara hafa verið búinn að „fá nóg“.

Yfirvöld í Kína greindu frá því í síðustu viku að Bieber væri bannað að koma fram á tónleikum í Kína, vegna þess að hann hefði gerst sekur um „slæma hegðun“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav