Vilhjálmur prins hættir í dagvinnunni

Vilhjálmur prins og Katrín hertogaynja af Cambridge ásamt börnum sínum …
Vilhjálmur prins og Katrín hertogaynja af Cambridge ásamt börnum sínum Georg og Karlottu. Vilhjálmur mun nú einbeita sér alfarið að konunglegum skyldum sínum. AFP

Vilhjálmur Bretaprins hættir á morgun starfi sínu sem þyrluflugmaður sjúkraþyrlu og mun hér eftir einbeita sér alfarið að konunglegum skyldum sínum.

Reuters-fréttastofan segir Vilhjálm, sem er annar í erfðaröðinni að bresku krúnunni á eftir Karli föður sínum, hafa tilkynnt í janúar að hann myndi hætta þyrlufluginu þegar að amma hans, Elísabet Bretadrottning, drægi úr opinberum skyldum sínum. Drottningin varð níræð fyrr á árinu.

„Ég hef öðlast reynslu í þessu starfi, rétt eins og starfi mínum með hernum, sem ég mun varðveita ævina á enda og hún mun veita mér dýrmæta innsýn í konunglegum skyldum mínum næstu áratugi,“ sagði prinsinn er hann tilkynnti ákvörðun sína.

Það eru þó ekki bara breytingar fram undan hjá prinsinum í atvinnulífinu, því hann er nú að flytja ásamt Katrínu konu sinni og börnum frá Anmer Hall, sveitasetri sem þau hafa búið á á jörð drottningar í austurhluta Bretlands, til Kensington-hallar sem telst opinber bústaður þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup