Rokkóperan Guð blessi Ísland

Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina þegar ljóst var …
Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina þegar ljóst var að hún stæði frammi fyrir miklum vanda í kjölfar falls stóru viðskiptabanka landsins. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Guð blessi Ísland nefnist nýtt íslenskt verk eftir Mikael Torfason og Þorleif Örn Arnarsson í leikstjórn þess síðarnefnda sem frumsýnt verður á Stóra sviði Borgarleikhússins í október.

Þar verður áhorfendum boðið í partí aldarinnar, sem samsett er úr öllum partíunum sem þeim veltengdu var boðið í á fyrsta áratug þessarar aldar og endaði með því að forsætisráðherra landsins þurfti að biðja Guð að blessa það. Þynnkan sem fylgdi í kjölfarið kallaði á borgarastyrjöld og búsáhaldabyltingu, svo magnaða að það þurfti að skrifa skýrslu um hvort tveggja – partíið og þynnkuna.

Höfundar lýsa verkinu sem rokkóperu. Meðal leikara eru Arnmundur Ernst Backman, Björgvin Franz Gíslason, Brynhildur Guðjónsdóttir, Halldór Gylfason, Halldóra Geirharðsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir og Maríanna Clara Lúthersdóttir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup