Future heldur tónleika á Íslandi

Rapparinn Future er væntanlegur til Íslands í október.
Rapparinn Future er væntanlegur til Íslands í október. Mynd/Wikipedia.org

Rapparinn Future heldur tónleika í Laugardalshöll 8. október. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Senu Live. Aron Can og Emmsjé Gauti munu hita upp fyrir kappann. Future er á tónleikaferðalagi um heiminn þessa dagana og mun hann koma við á Íslandi milli þess sem hann treður upp í Bandaríkjunum og Englandi. Fylgir hann þar eftir tveim plötum, FUTURE og HNDRXX, sem báðar komu út í febrúar og skutust beint á topp bandaríska Billboard-listans.

Miðaverð er 9.990 krónur í stæði en 14.990 í númeruð sæti. Hefst miðasalan föstudaginn 25. ágúst kl. 10 á miðasöluvefnum Tix.is, en forsala sólarhring fyrr. Þau, sem skráð eru á póstlista Senu Live fá þá sendan póst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miða í forsölu.

Future hefur unnið með fjölda þekktra listamanna í gegnum tíðina og má þar nefna Rihönnu, Kanye West og kanadíska hjartaknúsarann Drake. Meðal helstu smella hans eru Mask Off, Honest og Jumpman, en af nógu er að taka.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup