Bandaríski skemmtikrafturinn Jerry Lewis er látinn, 91 árs að aldri. Lewis var meðal annars þekktur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Nutty Professor og The Bellboy.
Lewis var einn þekktasti grínleikari síðustu aldar og reis frægðarsól hans hæst á sjötta og sjöunda áratugnum. Hann var einnig þekktur handritshöfundur.
Leikarinn lést á heimili sínu í Las Vegas í dag.
Lewis lék í nokkrum kvikmyndum hin síðari ár og var með uppistand í Las Vegas á síðasta ári þar sem hann kom fyrst fram á fimmta áratugnum.
Skoðanir Lewis voru oft á tíðum umdeildar og þurfti hann til dæmis að biðjast afsökunar á ummælum sínum um samkynhneigða árið 2007. Þá lét hann oft ummæli falla sem mörgum þóttu til marks um kynþáttafordóma hans.
Lewis lýsti sér sjálfum sem sérlega óþolinmóðum manni. Hann glímdi við margvísleg heilsufarsvandamál og var háður verkjalyfjum.
Ítarleg grein Variety um feril Lewis má lesa hér.