Friðrik Dór hefur átt betri daga

Jón Jónsson og Hafdís Jónsdóttir eiginkona hans á brúðkaupsdaginn sinn.
Jón Jónsson og Hafdís Jónsdóttir eiginkona hans á brúðkaupsdaginn sinn. mbl.is/Stella Andrea

Poppstjarna Íslands, Jón Jónsson, tekur upp hanskann fyrir Friðrik Dór, bróður sinn. Hann segir augljóst að bróðir hans hafi ekki heyrt í sjálfum sér á Arnarhóli. 

„Hér heilsar ykkur Jón Ragnar Jónsson frá Toronto. Var að horfa á upptökuna af Frikka bró á Arnarhóli í gær enda hélt ég að einhver hefði nánast látið lífið á sviðinu miðað við það sem ég hafði lesið á veraldarvefnum okkar. Jújú, Friðrik Dór hefur átt betri daga enda augljóst að gæinn heyrði ekki í sér. En það sem mér fannst svo geggjað var að heyra hittara á eftir hittara og enn og aftur átta mig á því hvurslags smellaskrímsli brósi er. Aukinheldur var á sviðinu einvala lið hljóðfæraleikara sem spilaði lögin í fáránlega skemmtilegum útsetningum Ara Braga Kárasonar. Þvílík negla. Það þarf hvorki að ræða sönghæfileika brósa né reyna að finna fullt nafn og heimilisfang á einstaklingnum sem sá um hljóðið í eyranu á honum. Ég veit bara að Frikki mun heyra vel í sér þegar hann skrifar nýjan kafla í íslenskri tónleikasögu í Hörpu þann 9. september. Þar verð ég á fremsta bekk að syngja með öllum lögunum ...

LUV 
JJ, stoltur bróðir Friðriks Dórs Jónssonar, söngvara og tónskálds.

Ps. Heyrst hefur að Frikki hafi heyrt í Cher. Það útskýrir þetta allt saman enda erfitt að syngja sín eigin lög með hana ómandi í eyrunum,“ segir Jón Jónsson á Facebook. 

Lísa Hafliðadóttir og Friðrik Dór Jónsson
Lísa Hafliðadóttir og Friðrik Dór Jónsson mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir