Friðrik Dór hefur átt betri daga

Jón Jónsson og Hafdís Jónsdóttir eiginkona hans á brúðkaupsdaginn sinn.
Jón Jónsson og Hafdís Jónsdóttir eiginkona hans á brúðkaupsdaginn sinn. mbl.is/Stella Andrea

Poppstjarna Íslands, Jón Jónsson, tekur upp hanskann fyrir Friðrik Dór, bróður sinn. Hann segir augljóst að bróðir hans hafi ekki heyrt í sjálfum sér á Arnarhóli. 

„Hér heilsar ykkur Jón Ragnar Jónsson frá Toronto. Var að horfa á upptökuna af Frikka bró á Arnarhóli í gær enda hélt ég að einhver hefði nánast látið lífið á sviðinu miðað við það sem ég hafði lesið á veraldarvefnum okkar. Jújú, Friðrik Dór hefur átt betri daga enda augljóst að gæinn heyrði ekki í sér. En það sem mér fannst svo geggjað var að heyra hittara á eftir hittara og enn og aftur átta mig á því hvurslags smellaskrímsli brósi er. Aukinheldur var á sviðinu einvala lið hljóðfæraleikara sem spilaði lögin í fáránlega skemmtilegum útsetningum Ara Braga Kárasonar. Þvílík negla. Það þarf hvorki að ræða sönghæfileika brósa né reyna að finna fullt nafn og heimilisfang á einstaklingnum sem sá um hljóðið í eyranu á honum. Ég veit bara að Frikki mun heyra vel í sér þegar hann skrifar nýjan kafla í íslenskri tónleikasögu í Hörpu þann 9. september. Þar verð ég á fremsta bekk að syngja með öllum lögunum ...

LUV 
JJ, stoltur bróðir Friðriks Dórs Jónssonar, söngvara og tónskálds.

Ps. Heyrst hefur að Frikki hafi heyrt í Cher. Það útskýrir þetta allt saman enda erfitt að syngja sín eigin lög með hana ómandi í eyrunum,“ segir Jón Jónsson á Facebook. 

Lísa Hafliðadóttir og Friðrik Dór Jónsson
Lísa Hafliðadóttir og Friðrik Dór Jónsson mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup