Krónprins komst ekki inn án skilríkis

Friðrik krónprins er næsti erfingi krúnunnar.
Friðrik krónprins er næsti erfingi krúnunnar. Skjáskot/Kongehuset

Friðrik krón­prins var meinaður aðgang­ur að bar í Qu­eens­land í Ástr­al­íu vegna þess að hann var ekki með al­menni­leg skil­ríki meðferðis. ABC grein­ir frá þessu.

Ný lög í borg­inni krefjast þess að dyra­verðir staða sem eru opn­ir leng­ur en til miðnætt­is biðji alla gesti um vega­bréf til þess að fá inn­göngu. Lög­in gengu í gildi 1. júní og hafa nú þegar skapað mikið vesen, sér­stak­lega fyr­ir ferðamenn. 

Krón­prins­inn, sem er næsti erf­ingi krún­unn­ar í Dan­mörku, komst inn á bar­inn síðar um kvöldið eft­ir að hann fékk sjö lög­reglu­menn með sér á staðinn til þess að hleypa sér inn. Lög­reglu­menn­irn­ir þurftu að sann­færa dyra­vörðinn og eig­end­ur staðar­ins um að krón­prins­inn fengi und­an­tekn­ingu frá þess­um nýju lög­um borg­ar­inn­ar. 

„Þetta eru asna­leg lög,“ sagði eig­andi bars­ins. „Við viss­um alltaf að þetta yrði al­gjör mar­tröð.“ Hann bætti við að Friðrik hafi verið mjög in­dæll og kurt­eis og það hafi aðallega verið ör­ygg­is­verðir hans sem rif­ust við inn­gang­inn. 

Friðrik krónprins ásamt Maríu krónprinsessu og börnum þeirra.
Friðrik krón­prins ásamt Maríu krón­prins­essu og börn­um þeirra. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki nota daginn til þess að versla. Gluggaðu í sjálfshjálparbækur og reyndu að hreyfa þig sem mest. Láttu ekki öfund samstarfsmanna þinna hafa áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki nota daginn til þess að versla. Gluggaðu í sjálfshjálparbækur og reyndu að hreyfa þig sem mest. Láttu ekki öfund samstarfsmanna þinna hafa áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell