Vaxtarræktarmaðurinn Rich Piana er látinn ef marka má færslur vina hans á Twitter. Piana var kvæntur Söru Heimisdóttur og bjó parið saman í Bandaríkjunum. Ekki er hins vegar víst að Piana sé látinn því unnusta hans segir að hann sé á lífi en í dái á sjúkrahúsi.
RIP Rich Piana
— JAMES MOONEY | GC™ (@JamesMooneyGC) August 25, 2017
Gone too soon brother. What a sad day, can't even believe it's true...truly heartbreaking. pic.twitter.com/rzg4N5r30B
Samkvæmt frétt TMZ veiktist Piana hastarlega á heimili sínu í Flórída í gær og var fluttur með hraði á sjúkrahús. Honum er að sögn haldið sofandi í öndunarvél en er í lífshættu.
Chanel Jansen, unnusta Piana, segir að fréttir af andláti hans séu algjörlega tilhæfulausar og hann þurfi frekar á bænum fólks að halda en minningarorðum.
Rip to the legend of Rich Piana it was an honor meeting you last year pic.twitter.com/Ik4ekRCUNa
— BIG BALLER JACOBO (@JacobGoodsell) August 25, 2017