Beyoncé í Kaupmannahafnarháskóla

Beyoncé er drottning RnB tónlistarinnar.
Beyoncé er drottning RnB tónlistarinnar. AFP

Háskólanemar í Kaupmannahöfn hafa í vetur kost á því að kynna sér tónlist Beynoncé í áfanga sem kenndur er í lista- og menningardeild Kaupmannahafnarháskóla. 75 nemendur hafa skráð sig í áfangann.

„Áfanginn heitir Beyoncé, kyn og kynþáttur“ (Beyoncé, køn og race) og er það í höndum Erik Steinskog, prófessor við deildina að kynna nemendur fyrir textum, myndskeiðum og sviðsframkomu RnB stórstjörnunnar.

„Við munum greina lögin hennar og tónlistarmyndskeiðin. Áherslan verður á kyn, kynvitund og kynþátt. Eitt af markmiðum áfangans er að kynna hugmyndir svarta femínista sem er ekki mjög þekkt hugmyndafræði í Skandinavíu. Við ætlum okkur að rannsaka þá einingu femínismans,“ segir Steinskog í samtali við TV2.

Beyoncé verður kynnt og kennd á svipaðan hátt og við greiningar á óperum og eða bókmenntum í menningarfræðum, segir hann.

Steinskog segir að þrátt fyrir að einhverjir telji að það sé ekki mjög akademískt að rannsaka söngkonuna og tónlist hennar - ekki bara sem popptónlist heldur sem ákveðna tegund femínisma svartra þá sé það svo.  

„Beyoncé er mikilvægður liður í því að skilja heiminn sem við búum í. Beyoncé er einn helstu popptónlistamaðurinn í dag sem gerir hana mikilvægan hlekk í greiningu á samtímanum,“ bætir prófessorinn við. 

Steinskog viðurkennir að hann sé mikill aðdáandi Beynoncé enda ekki annað hægt, segir hann í viðtalinu við TV2. „Það er erfitt að hrífast ekki með. Hún er einstaklega góð í því sem hún gerir.“

Mikil eftirvæning er meðal nemenda um að sitja áfangann því slík er ásóknin að það þurfti að flytja fyrirlestrana í tvöfalt stærri stofu en til stóð og heimila fleirum að komast að en til stóð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup