Kvikmyndin Sumarbörn, í leikstjórn Guðrúnar Ragnarsdóttur, fjallar um systkinin Eydísi og Kára sem eru send á vistheimili á sjöunda áratugnum vegna erfiðra heimilisaðstæðna og fátæktar. Myndin verður frumsýnd 12. október og fer í almennar sýningar daginn eftir.
Hér má sjá fyrstu stiklu úr myndinni. Kristjana Thors leikur Eydísi. Hún hefur sterkan lífsvilja og yfirstígur hindranir með ráðsnilld og dugnaði. Hún ber mikla umhyggju fyrir bróður sínum.
Myndin hentar jafnt börnum sem fullorðnum, bæði skemmtir og vekur til umhugsunar.
Fjöldinn allur af ungum leikurum stígur á svið en þau eru dyggilega studd af nokkrum af ástsælustu leikurum þjóðarinnar á borð við Heru Hilmarsdóttur, Brynhildi Guðjónsdóttur, Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur og Jóhann G. Jóhannsson.