Tónleikum Future aflýst

Future er á tónleikaferðalagi um Vesturlönd.
Future er á tónleikaferðalagi um Vesturlönd.

Tónleikum rapparans Future, sem fara áttu fram í Laugardalshöll næsta sunnudag, hefur verið aflýst. Þetta staðfestir Ísleifur Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu, í samtali við mbl.is. 

Miðahafar munu fá endurgreitt á næstu dögum. 

Ísleifur segir margt spila inn í ákvörðunina en viðurkennir að miðasalan hefði mátt ganga betur. „Ef miðasalan hefði verið frábær hefðum við líklega haldið tónleikana.“ Um sé að ræða sameiginlega ákvörðun Senu og umboðsmanna rapparans.

Future er einn vinsælasti rappari heims um þessar mundir. Í febrúar gaf hann út tvær plötur, HNDRXX og Future, og vermdu þær báðar efsta sæti bandaríska Billboard-listans um stund.

Hann er nú á tónleikaferðalagi um Vesturlönd og hugðist troða upp á Íslandi milli þess sem hann spilar í Bandaríkjunum og Evrópu. Til stóð að einvalalið rappara hitaði upp fyrir kappann: Aron Can, Emmsjé Gauti, JóiPé og Króli, en ljóst er að ekkert verður af því.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup