Elskar Assange en á nýjan kærasta

Pamela Anderson er ekki við eina fjölina feld.
Pamela Anderson er ekki við eina fjölina feld. mbl.is/AFP

Pamela Anderson hefur verið að slá sér upp með franska knattspyrnumanninum Adil Rami. Á sama tíma segist hún elska Julian Assange, forsprakka Wikileaks. 

Samkvæmt The Sun byrjuðu þau Anderson og Rami að hittast í júni og sáust fyrst saman í St.Tropez í Frakklandi. Síðan hefur Anderson meðal annars sést styðja Rami á knattspyrnuvellinum en hann leikur knattspyrnu með franska liðinu Marseille auk þess sem hann er í franska landsliðinu. 

Pamela Anderson sést fylgjast með Rami spila með Marseille á …
Pamela Anderson sést fylgjast með Rami spila með Marseille á móti Toulouse í lok september. mbl.is/AFP

Síðustu misseri hefur Anderson verið sögð eiga í ástarsambandi við Julian Assange og heimsækir hún hann reglulega í sendiráð Ekvador í London þar sem hann hefur haldið til síðustu ár. Hún sagði nýlega frá því í breskum morgunþætti að hún elskaði Assange og henni þætti hugrekki hans kynþokkafullt. 

„Getur einn maður gert það allt?“ spurði hún jafnframtí sama þætti og má gera ráð fyrir að ástarlíf hennar sé síður en svo einfalt. 

Adil Rami.
Adil Rami. mbl.is/AFP
Julian Assange hefur búið í sendiráði Ekvador í London síðustu …
Julian Assange hefur búið í sendiráði Ekvador í London síðustu árin. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup