Ekki kynlífsfíkill heldur rándýr

Emma Thompson og dóttir hennar Gaia Romilly Wise.
Emma Thompson og dóttir hennar Gaia Romilly Wise. AFP

Óskar­sverðlauna­haf­inn Emma Thomp­son er ein af fjöl­mörg­um sem hafa tjáð sig um ásak­an­ir á hend­ur Har­vey Wein­stein og seg­ir hún að ekki sé hægt að tala um Wein­stein sem kyn­lífs­fíkil held­ur sé hann rán­dýr. Hneykslið sem skek­ur kvik­mynda­fram­leiðand­ann sé ekki ósvipað máli Jimmy Sa­vile.

Bæði banda­ríska og breska lög­regl­an rann­saka nú ásak­an­ir á hend­ur Wein­stein en hann er sakaður um að kyn­ferðis­lega áreitni í garð fjöl­margra leik­kvenna. Ljóst er að áreitn­in hef­ur lengi verið við lýði og nær ára­tugi aft­ur í tím­ann án þess að greint hafi verið frá því op­in­ber­lega fyrr en New York Times birti sprengj­una í síðustu viku.

Í  viðtali við Newsnig­ht á BBC2 í gær­kvöldi sagði Thomp­son, sem meðal ann­ars lék aðal­hlut­verkið í Nanny McP­hee og Love Actually, að menn­ing­in sem hafi viðgeng­ist við gerð kvik­mynda sé viðvar­andi vandi og hluti af kyn­bundnu órétt­læti sem ríki í heimi kvik­mynd­anna.

Eitt helsta vanda­mál þessa kerf­is, sem kon­ur og stúlk­ur hafa þurft að standa frammi fyr­ir, er þögg­un­in og ekki sé hægt að gera kon­urn­ar sem verða fyr­ir áreitn­inni ábyrg­ar. Þær verði að stíga fram og segja sína sögu, seg­ir breska leik­kon­an sem hef­ur meðal ann­ars hlotið tvenn Óskar­sverðlaun og verið til­nefnd fyr­ir fimm mynd­ir. 

Bryan Lourd, Ben Affleck og Harvey Weinstein.
Bry­an Lourd, Ben Aff­leck og Har­vey Wein­stein. AFP

Thom­son talaði um sam­særi þagn­ar­inn­ar og lýsti Wein­stein sem topp­in­um á ís­jak­an­um í kerf­is­bund­inni áreitni og einelti sem eigi sér stað í Hollywood og víðar. Hún bend­ir á að ólík­legt sé að Wein­stein sé sá eini í Hollywood sem hafi gerst sek­ur um slíka hegðun gagn­vart kon­um og stúlk­um. 

Nokkr­um klukku­tím­um áður en Thom­son mætti í þátt­inn steig breska leik­kon­an Sophie Dix fram þar sem hún sakaði Wein­stein um að hafa fróað sér fyr­ir fram­an hana og annað kyn­ferðis­legt of­beldi. 

Thomp­son seg­ir að hún hafi aldrei orðið per­sónu­lega fyr­ir áreitni af hálfu Wein­stein en þetta komi henni samt ekki á óvart. Hún hafi aðeins glímt við Wein­stein vegna viðskipta­tengdra hags­muna. Meðal ann­ars um Nanny McP­hee þegar mynd­in var í eigu Miramax sem aft­ur var í eigu Wein­stein. 

Harvey Weinstein, Gwyneth Paltrow og Liv Tyler.
Har­vey Wein­stein, Gwyneth Paltrow og Liv Tyler. AFP

Á sama tíma er haf­in lög­reglu­rann­sókn á fram­ferði Wein­stein. Í New York rann­sak­ar ásak­an­ir á hend­ur hon­um frá ár­inu 2004 og í London er verið að rann­saka ásak­an­ir á hend­ur hon­um á ní­unda ára­tugn­um. Wein­stein neit­ar aft­ur á móti sök. 

Rose McGow­an hent út af Twitter

Banda­ríska leik­kon­an Rose McGow­an nýtti sér krafta Twitter í gær til þess að ásaka Wein­stein en þar ýjar hún að því að hann hafi nauðgað henni. Þrjár aðrar kon­ur hafa þegar stigið fram og sakað hann um nauðgun.

Twitter hef­ur lokað aðgangi Rose McGow­an tíma­bundið í kjöl­farið. Hún hafði skömmu áður skrifað færslu þar sem hún sagði leik­ar­an­um Ben Aff­leck til synd­anna og sakað hann um að ljúga þegar hann sagðist ekki hafa haft hug­mynd um kyn­ferðis­lega áreitni af hálfu Wein­stein. 


Yf­ir­maður kvik­mynda­vers Amason send­ur í leyfi

Í nokkr­um færsl­um á Twitter, sem beint er að stofn­anda Amazon, Jeff Bezos, held­ur  McGow­an því fram að hún hafi greint stjórn­end­um Amazon Studi­os frá því að Wein­stein hafi ráðist á hana.

Harvey Weinstein.
Har­vey Wein­stein. AFP

Amazon sendi síðar frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem fram kem­ur að yf­ir­maður Amazon Studio, Roy Price, hafi verið send­ur í tíma­bundið leyfi og verið væri að fara yfir verk­efni sem fyr­ir­tækið var í með Wein­stein Comp­any.

Talskona Wein­stein, Sallie Hof­meister, svar­ar á Twitter og seg­ir að Wein­stein hafni öll­um ásök­un­um kyn­líf án samþykk­is. 

Kate Beckinsale.
Kate Beckinsale. AFP

Breska leik­kon­an Kate Beckinsale hef­ur einnig stigið fram og lýs­ir því að hún hafi lent í Wein­stein á Sa­voy hót­el­inu í London þegar hún var 17 ára. Á In­sta­gram lýs­ir hún því hvernig henni var sagt að fara upp í her­bergi til hans. Þegar hún bankaði á her­berg­is­h­urðina opnaði hann og var aðeins klædd­ur baðslopp. 

„Eft­ir að hafa neitað að þiggja áfengi og til­kynnt hon­um að ég þyrfti að mæta í skól­ann morg­un­inn eft­ir fór ég. Leið illa en ósködduð.“ 

Hún bæt­ir við að nokkr­um árum síðar hafi hann spurt hana hvort hann hafi nokkuð reynt við hana þegar þau hitt­ust fyrst. „Ég áttaði mig á því að hann mundi ekki hvort hann hefði ráðist á mig eður ei.“

Guar­di­an

BBC

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess vel, sem þú vilt ekki að aðrir komist yfir. Ef þú lumar á góðri hugmynd um það hvernig þú getir aflað fjár þá er þetta rétti dagurinn til að reyna hana.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Jill Man­sell
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Sofie Sar­en­brant
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess vel, sem þú vilt ekki að aðrir komist yfir. Ef þú lumar á góðri hugmynd um það hvernig þú getir aflað fjár þá er þetta rétti dagurinn til að reyna hana.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Jill Man­sell
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Sofie Sar­en­brant
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir