Kevin Spacey kemur út úr skápnum

Leikarinn Kevin Spacey biður Rapp afsökunar á hegðun sinni sem …
Leikarinn Kevin Spacey biður Rapp afsökunar á hegðun sinni sem hann segir hafa verið „verulega óviðeigandi ölvunarhegðun“. AFP

Banda­ríski leik­ar­inn Kevin Spacey til­kynnti í dag að að hann væri sam­kyn­hneigður og bað um leið leik­ar­ann Ant­hony Rapp af­sök­un­ar. Rapp hafði áður sakað Spacey um að reyna við sig í par­tíi árið 1986, þegar Rapp var 14 ára.

Spacey setti til­kynn­ingu sína fram á Twitter skömmu eft­ir miðnætti, en Rapp, sem er best þekkt­ur fyr­ir leik sinn í söng­leikn­um Rent á Broadway í New York, hafði sett ásök­un­ina fram í viðtali við Buzz­feed News.

Kvaðst Spacey í twitter­færslu sinni ekki muna eft­ir sam­skipt­um þeirra en ef hann hefði hagað sér líkt og Rapp lýsti ætti Rapp inni­lega af­sök­un­ar­beiðni skilið fyr­ir það sem hefði verið „veru­lega óviðeig­andi ölv­un­ar­hegðun“.

„Líkt og þeir sem standa mér næst vita hef ég átt í sam­bandi við bæði karla og kon­ur. Ég hef elskað og átt í ástar­sam­bandi við karla alla mína ævi og ég kýs í dag að vera sam­kyn­hneigður. Ég vil taka á þessu á heiðarleg­an og op­inn máta og það byrj­ar á því að skoða mína eig­in hegðun,“ sagði Spacey.

Rapp sagði í viðtal­inu við Buzz­feed að árið 1986, þegar þeir Spacey hefðu báðir verið að leika í sýn­ing­um á Broadway, hefði Spacey, sem þá var 26 ára, boðið sér í partí í íbúð sinni. Kvaðst hann hafa verið að horfa á sjón­varpið í svefn­her­bergi Spaceys þegar leik­ar­inn hefði staðið í dyra­gætt­inni und­ir lok kvölds og riðað til, greini­lega drukk­inn. Sagði hann Spacey hafa tekið sig og lagt sig á rúmið og því næst lagst ofan á sig.

„Hann var að reyna að tæla mig,“ sagði Rapp. „Ég veit ekki hvort ég hefði notað þau orð, en hann var að reyna við mig kyn­ferðis­lega.“

Kvaðst Rapp hafa komið sér burtu eft­ir smá­stund og farið inn á bað og eft­ir það yf­ir­gefið íbúðina.

Mikl­ar frétt­ir hafa borist af kyn­ferðis­legri mis­notk­un og áreitni í kvik­myndaiðnaðinum und­an­farið og hóf­ust þær á frétt­um af kvik­mynda­fram­leiðand­an­um Har­vey Wein­stein, sem 50 kon­ur, þeirra á meðal leik­kon­urn­ar Gwyneth Paltrow, Ang­el­ina Jolie og Mira Sor­vino, hafa sakað um kyn­ferðis­lega áreitni og mis­notk­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú ert fullur af orku. Ef þú heldur aftur af þér ætti samband þitt við samstarfsfólk að verða ánægjulega eftirminnilegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú ert fullur af orku. Ef þú heldur aftur af þér ætti samband þitt við samstarfsfólk að verða ánægjulega eftirminnilegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell