87 ára og ætlar aldrei að hætta að vinna

Það er nóg að gera hjá Christopher Plummer sem er …
Það er nóg að gera hjá Christopher Plummer sem er á níræðisaldri. mbl.is/AFP

Stórleikarinn Christopher Plummer hefur verið að í meira en hálfa öld en er þó hvergi nærri hættur að leika. Plummer segir að hann elski vinnuna sína en beðið er eftir að fimm kvikmyndir með honum verði frumsýndar. 

„Ég elska vinnuna mína. Ég elska það sem ég geri. Og ég vorkenni meirihluta fólks sem finnst vinnan sín leiðinleg og bíður eftir því að hætta vinna, sem er auðvitað dauðinn. Ég mun aldrei hætta. Ég vonast til þess að deyja á sviði. Það er það sem mig langar virkilega,“ sagði Plummer samkvæmt Page Six.

Plummer sem sló í gegn í Söngvaseiði árið 1965 tók nýverið að sér hlutverk Kevin Spacey í myndinni All the Money in the World. Ákveðið var að klippa Spacey út úr myndinni eftir að upp komst um kynferðisbrot hans, Plummer brást því skjótt við og stökk í hlutverk Spacey. 

Leikarinn sést líka í jólamynd á næstunni en hann þakkar eiginkonu sinni fyrir heilsuna en hann segir hana vera góðan kokk. 

Plummer tók við af Spacey.
Plummer tók við af Spacey. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verðurðu að hægja aðeins á þér og gefa þér tíma til þess að fara í gegnum persónuleg mál sem þola enga bið. Umgengni lýsir innri manni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verðurðu að hægja aðeins á þér og gefa þér tíma til þess að fara í gegnum persónuleg mál sem þola enga bið. Umgengni lýsir innri manni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir