Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, mun flytja áramótávarp forsætisráðherra á gamlársdag á RÚV samkvæmt dagskrárlýsingu. Þykir þessi dagskrárlýsing sæta furðu enda ekki enn verið tilkynnt að Sigurður Ingi verði forsætisráðherra.
Reyndar hefur verið lagt upp með það Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra í ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Það er rúmur mánuður í það að forsætisráðherra flytur áramótaávarp og spennandi að sjá hvort kristalskúla RÚV hafi verið sannspá.
Twitter-notandinn Ragnar Auðun Árnason spurði hvað RÚV vissi sem við hin vitum ekki þegar hann birti mynd af sjónvarpsdagsskrá RÚV fyrir gamlársdag á Twitter.
Bíddu Bíddu! Dagskrá RÚV 31. des 2017, hvað veit RÚV sem við vitum ekki?!?! pic.twitter.com/n0JeBrKLmF
— Ragnar Auðun Árnason (@raggiau) November 27, 2017