Beyoncé gaf það í skyn á plötu sinni Lemonade að eiginmaður hennar, Jay-Z, hafi haldið framhjá henni. Rapparinn svaraði með plötunni 4:44 á árinu og nú viðurkennir hann framhjáhald í viðtali við New York Times.
„Þú verður að lifa af. Þú ferð í sjálfsbjargarham og þegar þú ert í sjálfsbjargarhamnum, hvað gerist? Þú slekkur á öllum tilfinningum. Jafnvel með konu, þú slokknar á þér tilfinningalega, þú getur ekki tengt,“ sagði Jay-Z í viðtalinu og viðurkennir að ýmislegt gerist við þetta eins og framhjáhald.
Jay-Z viðurkennir einnig í viðtalinu að hafa farið í sálfræðimeðferð og lærði mikið á því. Hann segist hafa að lært að allt tengist, allar tilfinningar tengjast og koma frá einhverjum stað.