Síminn kærir stuld á Stellu Blómkvist

Heiða Rún Sigurðardóttir fer með aðalhlutverkið í þáttunum um Stellu …
Heiða Rún Sigurðardóttir fer með aðalhlutverkið í þáttunum um Stellu Blómkvist. Ljósmynd/Saga Sig

Síminn hefur kært stuld á sjónvarpsþætti til lögreglu. Um er að ræða fyrsta þátt af sex um Stellu Blómkvist sem er kominn í ólöglega dreifingu á netinu. Í tilkynningu frá Símanum kemur fram að á annað hundrað  hafa þegar sótt þáttinn.

„Örfá fyrirtæki hér á landi fjárfesta í leiknu íslensku sjónvarpsefni og til að gefa einhverja hugmynd um tjónið þá er framleiðslukostnaður við svona seríu nær 600 milljónum króna,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri afþreyingarmiðla og sölu Símans.

Síminn hannaði rafræna þjófavörn til að sporna gegn ólöglegri dreifingu á þáttaröðinni úr sjónvarpsþjónustu sinni og hefur fylgst vel með ólöglegum deilisíðum. Síminn vissi einungis örfáum mínútum eftir að þátturinn dúkkaði upp á netinu hvaðan honum var deilt.

Magnús segir það gríðarleg vonbrigði að sjá þáttinn á deilisíðum. „Vonandi skilja þessir þrjótar á endanum að þeir eru að stela. Sú staðreynd að þeir geta það ekki lengur í skjóli nafnleyndar hjálpar okkur vonandi.“

Þættirnir um Stellu Blómkvist komu allir á sama tíma inn í Sjónvarp Símans Premium 24. nóvember og hafa þeir verið spilaðir 150 þúsund sinnum á heimilum viðskiptavina Símans. Sagafilm framleiðir þættina.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan